Önnur smásagan mín.


Skotmarkið


Hann setti saman riffilinn í myrkrinu, hann hafði oft gert þetta áður. John var orðinn svo vanur þessu, það var eins og að anda, þú hugsar ekki um það. Hann skrúfaði hljóðdeyfinn hljóðlega á riffilinn. Þetta var glænýr “FN Special Police” rifill sem hann hafði komist yfir hjá “vini”. Honum fannst best að hafa vopn sem herinn eða lögreglan notaði, þau voru oft áreiðanlegri. Hann festi 4 skota hylkið við riffilinn og hafði eitt skot í hlaupinu. Hann hugsaði með sér að hann þyrfti líklega 2 skot en það var alltaf gott að vera tilbúinn ef eitthvað færi rangt. John leit út um gluggann, það var nótt og tunglskinið skein í gegnum skýin. Skotmarkið færi að koma í ljós eftir hálftíma, hann hafði fylgst með því í tvær vikur. Maðurinn kæmi alltaf út að skokka í næturskiminu kl 10. Hann tók upp skammbyssuna og gáði hvort hún væri hlaðin, þetta var silfurlituð sérhönnuð “COLT .38 SUPER”, hann setti hana aftur inn á sig. Hann mundaði riffilinn og horfði inní nætursjónaukann. Hann skorðaði sig í gluggakistunni svo miðið yrði nákvæmara, nú var bara bíða. Hann var vanur því að bíða eftir skotmarkinu, það var kannski vegna þess að hann var áreiðanlegri en aðrir því hann var reiðubúinn að bíða. Lengsta sem hann hefur þurft að bíða voru fjórir tímar. Ef tíminn var langur hugleiddi hann, það gerði hann viðbragðsfljótari og nákvæmari. Hann andaði að sér köldu loftinu og hugleiddi. Allt í einu sá hann dyrnar á húsinu opnast, lávaxinn maður steig út. Skotmarkið gekk rólega að göngustígs bekknum og reimaði skóna sína betur.

“Úff, hvað ég er þreyttur í kvöld” sagði hann við sjálfan sig.
“Hmm, mér finnst eins og það sé verið að horfa á mig”.

Hann leit á niðurníddu nágranna blokkina. Eitt augnablik horfðust þeir í augu. John hugsaði með sér: “Gat það verið að hann hefði séð mig?” Þeir héldu áfram að stara á hvorn annan. John hélt miðinu yfir enninu á manninum. Maðurinn leit undan og hélt áfram niður veginn. John togaði hægt í gikkinn og lágvært hvæsandi “fúff” hljóð heyrðist er skotið þaut út um hljóðdeyfinn. Maðurinn hneig hægt niður í myrkrinu, það var næstum því eins og spilað hægt. Áður en hann snerti jörðina skaut John aftur. Hann skaut alltaf tveim skotum, og var alltaf viss um að skotmarkið væri dáið, ef eitt skotið hefði bara strokist við höfuðið yrði hitt honum að bana. Það gerði hann að einum virtasta leigumorðingja heims. Ef þú vilt að einhver sé drepinn þá færðu þér John, um leið og þú lætur hann hafa skotmark veistu að skotmarkið er dautt. John leit yfir götuna og sá enginn vitni, hann tók saman föggur sínar og hélt á næsta áfangastað.