Við sátum og horfðumst í augu. Sátum í hlýjunni inn á hálf tómu kaffihúsi á Laugarveginum. Ylmurinn af nýmöluðu kaffinu lék um vit okkar á meðan snjónum kyngdi niður fyrir utan gluggan. Ég horfði djúpt í augun á henni, þessi fallegu rauðbrúnu augu. Hún horfði á móti. Kertaljósið lísti upp augu hennar. Hún fékk sér sopa af kaffinu, ég fylgdist náið með henni og glotti örlítið. Hún horfði undrunar augum á mig eins og hún vissi hvað ég myndi gera næst. Ég stóð upp og hljóp á vegg.