Einu sinni var lítill sætur krabbi á gangi hann var einmann og hafði engan að tala við! hann settist niður í sólina og andvarpaði! “hvað á ég að gera, ég sá svo sætan vatnsbera um daginn, hann var sá eini sinnar tegundar sem passar við mig. Hvernig tala ég við hann?hvernig fæ ég hann til að hitta mig?” litla sæta krabbadýrið stóð upp og hélt áfram að labba hægt og rólega í sólinni, en það var ekki nógu glaðlegt á að líta það labbaði niðurlútt og sorgmætt. Svona liðu nokkrir daga þar sem krabbinn labbaði um og hugsaði um vatnsberan. Þetta voru ekki sælu dagar hjá greyinu. En dag einn er litla sæta krabbadýrið var í sinni reglubundnu göngu rekst það á vatsberan, litla krabbadýrið verður svo ánægt að það veit varla hvað það á að gera. En þar sem það var ekki búið að hugsa um neitt annað en vatnsberan og hvernig það ætti að tala við hann þá labbaði það beint til hans og sagði “Hæ” (blikkaði öðru auganu og setti stút á munninn) en það sem við vissum ekki fyrr í sögunni var að vatnsberinn hafði gegngið í gegnum það sama síðustu daga. Hann hafði ekki hugsað um annað en litla sæta krabbadýrið sem passaði svo ótrúlega vel við hann;) og þegar að vatnsberinn sá litla krabbadýrið sitt labbaði hann á móti því, þegar að hann sá svona kyssulegan munninn þá greip hann krabbadýrið í fangið og kyssti það! litla krabbadýrið var svo ánægt núna hjartað hamaðist í brjósti þess. Héðan í frá var hægt að sjá krabbadýrið og vatnsberan á göngu alla daga brosandi út að eyrum og ánægð saman:)

Eins og alþjóð veit þá passa vatnsberi og krabbi ekki vel saman í stjörnuspám.