Hann settist niður á harða götuna. Hann varð að gera þetta, það var ekkert annað sem hann gat gert. Honum fannst það ótrúlegt, en það var komið að því, loksins, þrátt fyrir allar hugleiðingar og aðvaranir þá ætlaði hann loksins að gera þetta. Hann stóð hægt upp. Hann skalf í fæturna en hann gekk nokkur skref áfram og stansaði síðan. Hann seildist eftir henni og loksins stansaði hend hans við vasa hans og hann dró hana upp.
,,Ég verð að gera þetta’’, sagði hann og lyfti henni upp og staðnæmdi hana við hjartastað og þrýsti henni að því. Hann þrýsti gikknum inn og gríðarlega þungur hlutur þrýstist inn að hjarta hans.

Hann fann ekkert lengur. Allar tilfinningar hans viku fyrir gríðarlegum sársaukanum. Hann varð náhvítur í framan og ískaldur. Honum fannst hann detta niður í svart, djúpt, endalaust hyldýpi. Og að lokum fannst honum hann lenda á einhverju hörðu, hann vissi ekki hvort það var jörðin eða endinn á djúpa hyldýpinu, það var eins og það skipti engu máli. Sársaukinn hvarf og allt lýstist upp fyrir augum hans. Augnlok hans sigu niður og hann fann ekkert lengur, enga tilfinningu, engan sársauka, það var eins og hann svifi í lausu lofti en allt í einu varð allt svart og allt hvarf. Hann hugsaði ekki lengur, allt var horfið, hann var dauður……..

Jæja….?