ég var að fá smá hugmynd sem mér finnst vera virkilega góð áskorun fyrir hvaða rithöfund sem er…

svona virkar það:
mjög margar smásögur hafa einhvern boðskap t.d. ekki leggja einhvern í einelti, áfengi er slæmt og ekki vera lengi úti á kvöldin… hugmyndin mín er sú að reyna að búa til smásögu sem varpar jákvæðu ljósi á andstæðu boðskaparins eins og að sýna til dæmis jákvæða mynd eineltis eða jákvæða mynd af áfengi… en þetta er ekki bara svo einfallt að bara segja til dæmis einhverja sögu þar sem einhver verður fyrir einelti og ef hann hefði ekki orðið fyrir því þá hefði hann dáið og það kannski virkar sem einhverskonar jákvæð mynd á einelti en það er samt bara byggt á tilviljun og eineltið í sjálfu sér er en þá slæmt… rithöfundurinn verður að geta sannfært (bara á meðan hann les söguna) að einelti sé gott eða fá lesandan til þess að halda með vonda kallinum í smá stund…

þetta á auðvitað ekki bara um einelti… þetta má sýna góða mynd af hverju illu sem er…

sjálfur hef ég verið að reyna þetta og þetta er mjög erfitt(finnst mér) ég tel þetta vera mikil áskorun fyrir hvaða rithöfund sem er… mér þætti alla vega gaman að sjá útkomuna úr þessu ef einhver ákveður að reyna þetta… ef hann sendir þetta inn þá má hann alveg skrifa að þetta sé þessi áskorun eða senda mér þetta
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…