Ég skildi ekki almennilega textann í laginu á FM 957 sem vakti mig þennan morgun, ætli hann hafi ekki verið um ást.
Ég slökkti nú bara strax á þessu rusli og kveikti á Guns & Roses til að vekja mig almennilega, ég var ekki að nenna í skólann, það var rigning úti og tuttugu mínutur í strætó. Synd, ég slökkvti á “Don't Cry” og fór aftur að sofa.
Klukkan var tólf þegar ég opnaði augun aftur, fór bara á fætur. Skipti minnstu, gat legið og sofið eða legið og horft á sjónvarpið. Ákvað að horfa á sjónvarpið, Nágrannar - fínir þættir, aldrei dottið inn í þá.
Flottar þessar áströlsku, ég slökkti á sjónvarpinu fór í skóna og gekk út í sjoppu mig vantaði sígarettur. Aldrei skilið hvað er cool við að reykja, þannig byrjaði ég vinunum fannst það cool, ég gerði eins. Labbaði framhjá íþróttahúsinu, sá þrjár fallegar stelpur á mínum aldri, ætli einhver þeira sé áströlsk?
Lyktin í sjoppunni var ógeðsleg, Óskar blindfullur, skipti hann minnstu að ég var aðeins sextán ára, “Marlboro hörðum” sagði ég, “Gjössogvel, bið að heilsa pabba þínum” Held að pabba líki það ekkert alltof vel að þekkja þennan mann, en það er svona í litlu samfélagi eins og okkar, þekkja allir alla. Finnst alltaf skrýtið að Óskar hafi verið góður í fótbolta, svona geta íþróttameiðsli farið með mann, hann var víst landsliðsefni. Sama er mér, þoli ekki fótbolta, endalaus vitleysa og of mikill æsingur, ég er lítið fyrir íþróttir ætli það sé ekki því ég hef aldrei getað neitt í þeim, eða ælti það sé þessvegna sem ég get ekkert í þeim? Ég fæ mér sígarettu og labba heim, pabba er sama þó ég reyki, en bara ekki inni segir hann. Mömmu hefði ekki líkað það. Ég kom fyrir hornið á sama tíma og það gerðist, ég þekkti bílinn strax. Ekkert sem enginn gat gert hann var á of mikilli ferð, félagi minn keyrði á krakkann og allt breyttist.
Það var hálfur mánuður síðan, hann hafði ekki sagt orð. Þetta var einn besti félagi minn, en ég vissi ekkert hvað ég átti að segja, bara að ég hefði sagt eitthvað. Við vorum saman í eyðu, ég hafði lítið hitt hann, hann hafði lítið mætt í skólann. Ég sagði hæ en fékk ekkert svar, hann las bara áfram í Gíslasögu. Foreldrar krakkans fyrirgáfu honum aldrei, en hvað gat hann gert? Þetta getur gerst fyrir alla. Hann kom ekki í skólann daginn eftir, ég hringdi í gemsann hans en það var slökkt á honum, ég fór til hans.
Þegar ég kom í götuna hans sá ég sjúkrabílinn strax fyrir utan húsið hans, ég hljóp. Sjúkrabíllinn keyrði í burtu, hann var farinn. Ég talaði við systir hans, hún var grátandi spurði hvað gerðist. Hún hélt áfram að gráta. Ég held ég hafi fattað það strax, en ekki trúað því. Ég fór heim, “matur” sagði pabbi, ég hafði ekki lyst ég hafði ekki lyst á neinu fór bara upp í rúm og fór að gráta, það var gott. Ég held ég hafi átt von á þessu síðustu tvær vikur, bara ef ég hefði vitað hvað ég átti að segja, þá kannski.