VARÚÐ: Ef þér finnst makkarónusúpa góð, þá mæli ég ekki með því að þú lesir þessa sögu.

Hún fékk æluna upp í kok, það var makkarónusúpa í matinn í skólanum, hún þoldi ekki makkarónusúpu.
Hún var þretán ára og hét Katrín, hárið brúnt og augun gráblá.
Það var fimmtdagur, og hún var í mat í skólanum, og eins og áður kom fram, þá var makkarónusúpa í matinn.
Hvað var vera en pasta soðið upp úr mjólk? Katrín gat ekki hugsað sér neitt sem bragðaðist verr.
Hún gekk inn í mötuneytið, hún var að drepast úr hungri og þyrfti nauðsinnlega að borða einhvað, en makkarónusúpan bragðaðist bara svo ógeðslega.
En hún fór nú samt og náði í einn disk af súpu, hún settist niður og horfði sorgmædd á auðan stólin fyrir framan hana þar sem Ninna, vinkona hennar, var vön að sitja. En Ninna hafði horfið sporlaust fyrir nokkurum dögum, kennararnir héldu því fram að hún væri flutt, en afhverju hafði Katrín þá séð foreldra hennar í bænum um daginn?
Katrín stakk kúfullri skeið af makkarónusúpu upp í sig, bragðið var óneitannlega eins og þetta væri eitthvað myglað, eða jafnvel rottnað, kjöt.
Katríni tókst rétt svo að halda þessu ógeði niðri, hún var nánast búin að æla. Katrín leit yfir á hina krakkana sem voru í mat, þeim virtist öllum finnast súpan mjög góð og borðuðu af kappi.
Hún kláraði af disknum og var nú við það að æla, hún gekk frá disknum og gekk út úr mötuneytinu, og upp í stofu, það styttist í næsta tíma, svo hún settist niður í stólin og hallaði sér fram á borðið, hún var alveg að því komin að æla, hverni gátu hinir krakkarnir borðað þennan horbjóð eins og ekkert væri betra? Voru þau kannski að þykkjast, eða með ónýtt bragðskin?
Fljótt fyltist stofan af krökkum og tímin hófst, Katrín var að drepast í maganum, og ógleðin farin að magnast, hún gat ekkiert lært, heldur lá hún bara fram á borðinu og hélt um magan.
Svo loks var tímanum lokið og þau máttu fara heim. Katrín gekk hægt heim, haldandi um magann, og þegar heim var komið fékk hún sér vatnsglass og lagði sig.
Svo tveimur tímum síðar vakti móðir hennar hana, og Katríni var strax farið að líða betur.
“Mamma, hvað er í matinn í kvöld?” spurði Katrín móður sína, En hefði betur látið það ógert, því svarið var ekki til að bæta líðan hennar.
“Makkarónusúpa,” svaraði móðirinn og lét frá sér inkaupapokann á eldhúsbekinn.
“Þú verður að vera að grínast,” sagði Katrín, ælan komin upp í kokk bara við tilhugsunina.
En móðirin hristi höfuðið og fór eitthvað að bardúsa í eldhúsinu.
Katrín gekk inn í herbergið sitt, og eiddi öllu síðdeiginu í að velta sér upp úr því hvað makkarónusúpa var ógeðsleg.
“MATUR,” heyrði Katrín kallað framan úr eldhúsinu, Hún fór inn í eldhús og fékk sér smá makkarónusúpu á disk, með æluna í kokkinu stakk hún einni skeið upp í sig, en þótt ótrúlegt meigi virðast var súpan ekki nærri því eins vond og súpan í skólanum, þó að hún væri auðvitað vond, við hverju er að búast þegar um er að ræða pasta soðið upp úr mjólk?
“Mamma, hvað seturðu eiginlega í súpuna?” spurði Katrín hissa, og stakk annari skeið upp í sig.
“Ég sett bara mjólk og pasta, hví spirðu?” svaraði móðirin.
“Æhhi, hún er bara svo allt öðruvísi í skólanum.”
“Nú… ertu viss um að það sé makkarónusúpa?”
“Já,alveg viss!” sagði Katrín.
Hún borðaði tvo diska af makkarónusúpu, og fór svo að horfa á sjónvarpið, hún var ákveðin í að spyrja kokkinn í skólanum hvað það er sem hann setur í súpuna.
Í hádeginu daginn eftir lét hún verða að því, hún spurði kokkinn. En hann sagði bara: “Komdu þér í burtu, þú forvitni krakkalubbi.”
Svo Katrín varð að fara, en hún var ákveðin í að fara inn í skólan að næturlægi, ekki að brjótast inn, nei alls ekki, bara svona kíkja á eldhúsið og fara svo, ekkert mál!
En það var meira mál en Katríni óraði fyrir, henni tókst létilega að komast inn í skólan, og fór beint inn í eldhúsið, þar var ekkert spenandi, en það voru stórir staflar af kössum við vegginn, Katrín byrjaði að færa þá frá vegnum, það var skítlét, þér vor nefnilega tómir.
En til hvers í ósköponum voru staflar af tómum kössum fyrir framan vegg í eldhúsinu?
En Katrín komst fljóttlega að því, bak við kassana var hurð, hún opnaði hurðina, inni var niðamyrkur, hún fetaði sig hægt niður stiga, þegar niður stigan var komið rak hún fótinn í eitthvað mjúkt og féll á gólfið, hún leit við í leit af því sem hún hafði fallið um, hún tók andköf við það sem blasti við henni: Þarna lá vinkona hennar, Ninna, hún var náföl, en það sem vakti mesta hrillinginn var það að hún var með risastórt gat á hausnum og það vantaði heilan.
Katrín kastaði upp, það var ógeðsleg lykt þarna inni, hún vildi helst bara komast héðan. En þá heyrði hún raddir að ofan, hún hljóp í felur á bak við kassa.
“Það hefur einhver verið hér,” sagði rödd sem Katrín þekkti sem kokkinn.
“Á ég að hringja í lögregluna?” sagði önnur rödd, sem Katrín þekkti ekki.
“Nei, hálfvitinn þinn, þá kæmist lögreglan að því að við notum heilana úr krökkum sem fara í taugarnar á okkur í makkarónusúpu og notum skinnið á þeim eins og hilki utanum heilastrimlana, og við settir í fangelsi.”
Þá rann upp ljós fyrir Katríni, þeir notuðu heilana úr krökkum í súpuna, það þýddi að hún hafði verið að borða heilan úr vinkonu sinni í dag, hún tók ákvörðun, fólk yrði að komast að þessu, hún yrði að komast héðan á lífi.
Katrín hrinti kössunum á mennina tvo, og hljóp út hljóp eins langt og hún komst frá skólanum, þar sem líf svo margra samnemanda hennar hafði endað.
Og þá vitið þið hvað er í makkarónusúpu!

Afsakið stafsetnigavillu