Sprengjur falla til jarðar, skerandi hljóð berast til fólksins úti.
Öskur í mæðrum og grátur í börnum, karlmennirnir hrópandi að eitthvað þurfi að gera.
Byssuhríðin dynur yfir þorpinu. Alblóðugt fólk hleypur um göturnar í leit að fjölskyldu og vinum sínum. Leitar og leitar, en ekkert finnur það. Það finnur lífið fjara út. Falla niður í jörðina og liggja þar, hugsa um ævi sína og sjá fyrir sér andlit ástvina sinna.

Fólkið hleypur um í örvæntingu. Ung kona rís upp, hún hefur orðið fyrir skoti. Það blæðir úr hendi hennar og hún finnur gnístandi sársauka fylla vit hennar. Hún er staðráðin í að gefast ekki upp. Hún ráfar um líkt og hún sé að leita að einhverjum.

Öskrin eru full af sársauka og vanlíðan. Unga konan hleypur um, máttvana af sorg og hræðslu. Hún grætur. Gamall maður gengur til hennar og spyr hví hún gráti svo. Unga konan svarar því að hún finni ekki litla drenginn sinn. Gamli maðurinn finnur til með henni og spyr hvað nafn hans sé. Konan svarar því og gamli maðurinn byrjar að kalla nafn hans.

Unga konan byrjar þá að gráta enn þá meira og gamli maðurinn hættir að hrópa nafn unga drengsins. Hann spyr hví hún gráti meira nú en áður. “Sonur minn er heyrnalaus… Hann heyrir ekki í þér er þú kallar á hann.”

Allt í einu tekur unga konan andköf og hleypur í átt að litlum drengi sem að liggur á jörðinni.. Þakinn blóði..

Líkami hans er kaldur sem ís
“A smile is the curve that sets everything straight.” -