Kennari, kennari, kallaði Tumi til Guðrúnar kennara, það er geimskip að lenda á skólalóðinni.
Þá sagði Guðrún: Ekki bulla svona drengur.
Þá fóru fleiri að líta út um gluggann og sáu undarlega veru stíga út úr geimskipinu.
Guðrún, sögðu krakkarnir, þetta er satt, það er geimskip þarna. Og meira að segja geimvera.
Þá leit Guðrún út um gluggann og það leið yfir hana.
Þá flýttu krakkarnir sér út að skoða.

Gangarnir voru fullir af krökkum og kennurum sem höfðu séð geimveruna og vildu skoða hana nánar.
Innan skamms voru allir nemendur og starfsfólk skólans komin út á skólalóð.
Geimveran gat talað bjagaða íslensku og allir rifust um að fá að tala við hana.

Geimveran sagðist heita AK-17 og kom frá plánetunni Xiant.
Ak-17 sagði að hann hefði brotlent á jörðinni á leiðinni heim til sín frá plánetunni Krullu-Meme.
Hann taldi víst að vélin í geimskipinu væri biluð og hann þyrfti að gera við hana.

Ak-17 var nokkuð venjulegur í útliti.
Hann var reyndar grænn á hörund og með tvo fálmara upp úr hausnum, tvo fætur og tvær hendur.

Í fréttunum um kvöldið var aðalfréttin sú að geimveran AK-17 frá plánetunni Xiant hefði lent við skóla í Reykjavík um tólfleytið.
AK-17 var næstu daga upptekinn í blaða-, útvarps- og sjónvarpsviðtölum fyrir dagblöð, útvarps- og sjónvarpsstöðvar úti um allan heim, það er að segja á Jörðinni.

Þegar hann var búinn að vera á jörðinni í sirka mánuð, ákvað hann að fara ekki aftur heim, honum líkaði svo vel við sig hér.
Hann sendi hugskeyti til vina sinna á Xiant og sagðist ætla að vera á Jörðinni til frambúðar.

Viku seinna kom annað geimskip til Jarðarinnar, en það lenti í litlum bæ í Þýskalandi.
Út úr því steig geimvera sem hét AK-18 sem var bróðir AK-17.
Hann vildi ekki vekja á sér athygli svo hann dulbjóst og nefndi sig Adolf Hitler.
Þegar hann fann loksins AK-17 þá hugsaði hann með sér: Ef ég geri ekkert í málinu þá koma þessir Jarðarbúar til Xiant eftir nokkur ár þegar þeir byrja að stunda geimferðir og þá fer allt í rugl heima.
En ég vil samt að fólkið hérna muni eftir mér og ég fari í sögubækurnar hérna.

Ég veit, hugsaði AK-18, ég kem á stóru stríði á Jörðinni og svo fer ég heim og læt alla halda að ég hafi drepið mig.
Síðan varð hann forseti og þið þekkið öll hvernig seinni heimstyrjöldin var.
Eftir það fór hann aftur til Xiant og komst í sögubækurnar á Jörðinni.

Allir Jarðarbúar urðu fyrir gleymnigeisla sem lét þá gleyma AK-17. Það er að segja allir nema langafi minn sem sagði mér þessa sögu um daginn.