Ég ligg hérna máttvana upp í rúmi sem er einu sinni ekki mitt eigið rúm, ég er uppi á spítala, af því að nýlega þá var ég byrjuð að fá þennan svaka hausverk, en ég leyndi sársaukanum. Þá var ég byrjuð að sjá illa, á köflum gat ég ekki hreyft mig út af sjónleysi, og ég datt stundum niður af því að ég gat ekki meira. Ég hélt samt áfram án þess að segja neitt. Ég hafði upplifað meiri sársauka heldur en þetta hvort sem er, og mér skeytti á sama. Þegar mamma komst að því að ég hafði verið að hamstra íbúfen hélt hún að ég væri byrjuð í dópinu, en í raun var svo ekki. Þannig að ég sagði henni sannleikann, sem dró mig síðan hingað í endalausar myndatökur, blóðrannsóknir og próf. Ég þurfti að þreyta sjónpróf, sem ég féll í, ég fór í “catscan” eða sneiðmyndatöku og hef ekki fengið neitt út úr því. Síðan þurfti ég að tala við geðlækni, bara til þess að fullvissa læknana um að þetta væri ekki ímyndun, sem auðvitað gæti alltaf verið ef geðkvillar væru í fjölskyldunni, en svo var ekki. Ég var orðin svo þreytt, að ég lagðist upp í þetta litla rúm, og fór að hugsa hver hafði verið í þessu hebergi, hvort hann/hún hafi lifað það, hvað væri að. Og hugsaði með mér að ég ætti ekki að vera að kvarta undan þessu, ég væri ekki verst setta manneskjan í þessu lífi, en samt hugsaði ég svo einhvernveginn að allt myndi fara í súginn, hvað ef ég væri veik? Hver myndi þá vera besti vinur vina minna? Hver myndi sjá um það að lífga allt upp? Hver myndi þá vera ég? Ábyggilega enginn, það er svo erfitt að finna staðgengil í erfitt starf…

Christiana