Stundum horfði hann yfir borgirnar og hugsaði með sér hvort hann ætti að gera það eða ekki, hvort hann ætti að drepa sig eða ekki. Hverjar yrðu afleiðingarnar ef hann myndi hoppa fram af húsi eða skjóta sig í hausinn, hann vissi það ekki og það var eina ástæðan sem hann hafði fyrir að drepa sig ekki. Hann myndi fá samviskubit ef eitthvað myndi koma fyrir einhverja aðra. Miðað við stöðu hans þá gætu afleiðingarnar verið mjög miklar.
Hann vissi ekki hversu lengi hann myndi lifa og þess vegna vildi hann drepa sig, það gæti verið að hann myndi lifa að eylífu og honum fannst tilhugsunin um það ekki góð. Eftir að hann hafði hugsað um þetta í smá stund þá var hann ákveðinn í að gera það, hann fór upp á stórt hús og steig fram á brúnina og horfði niður. Hann horfði í smá stund og horfði á allt sem hann hafði skapað, allt sem hann hafi gert og nú ætlaði hann að yfirgefa það allt. Hann stökk og í smá stund hugsaði hann með sér, “hvað hef ég gert?” en féll svo í jörðina og þá allt í einu var ekkert.

Lítil stelpa kraup fyrir framan rúmið sitt og var að biðja. Hún var í litlu bleiku herbergi með fullt af böngsum út um allt. Það var kvöld og hún var að fara að sofa. Hún hugsaði með sér: “kæri guð, viltu hjálpa mömmu og pabba að hætta að rífast og viltu hjálpa systur minni að komast inn í skólann sinn, amen.” Hún lagðist upp í rúmmið sitt og slökkti ljósið. En þetta var ekki eins og önnur kvöld, hún fann á sér að guð hafi ekki verið að hlusta. Einhvern veginn fann hún það á sér að guð væri dauður.
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…