Ég hef séð nokkuð margar sögur hérna inni með enskum gæsalöppum sem ég er alfarið á móti í Íslenskum smásögum. Svo mér datt í hug að segja ykkur frá aðferð sem hægt er að breyta því þannig að hægt sé að nota íslenskar gæsalappir. Þetta á við um ritvinnsluforritið word. Afar einfalt, fljótlegt og þægilegt.

1. Veldu INSERT og farðu í SYMBOL
2. FONT reitinn hef ég Times New Roman
3. Í SUBSET reitinn hef ég BASIC LATIN
4. Leitaðu að þeim tákni sem þú þarft
5. Ýttu á SHORTCUT KEY hnappinn
6. Láttu bendilinn vera undir reitnum PRESS NEW SHORTCUT KAY
7. Til að búa til gæsalappir á íslensku valdi ég SHIFT+F2
8. Ýtti svo á ASSIGN
9. Þegar ASSIGN var búið ýtti ég á CLOSE
10. Til að gera hitt táknið valdi ég sama og lið 7 nema SHIFT+F3
11. Muna svo að ganga frá því sem notað var í tölvunni.

Vona að þessar leiðbeinginar verið til þess að ensku gæsalöppumum fækki til muna.