Það var einu sinni strákur sem hét Reynir. Alltaf þegar hann varð pirraður og fúll þá tók hann það út á fjölskyldunni sinni með öskrum og fýlu og endaði það með því að allir voru orðnir rosalega þunglyndir og leiðir. Þar til að einn daginn þá sagði pabbi hans við hann: Elsku Reynir minn. Ég er með smá ráð handa þér. Í hvert sinn þegar þú verður reiður, fúll eða pirraður, farðu þá út í garð og negldu einn nagla í girðinguna. Og hafðu eina spýtu fyrir einn dag. Reynir ákvað að fara að ráðum föður síns og næst þegar hann varð reiður fór hann út í garð og fékk útrás með naglanum og hamrinum. Eftir nokkra daga var girðingin orðin öll út í nöglum, á fyrstu spýtunni voru 32 naglar, á annarri spýtunni voru 18 naglar og alltaf minnkaði þetta með dögunum. Svo á endanum nennti hann ekki alltaf að vera fara út í garð og negla einhverja helvítis nagla í einhverjar spýtur, náttúrulega bara heimskuleg hugmynd, þannig að hann var bara reiður inn í sér. Svo kom faðir hans og sagði við hann: Nú er ég kominn með nýtt ráð. Alltaf þegar þú verður reiður þá skaltu fara út í garð og taka einn nagla í einu úr girðingunni. Reyni fannst þetta spennandi hugmynd, aðeins öðruvísi en hin. Og næst þegar hann varð reiður fór hann og tók nagla úr girðingunni. Á endanum voru engir naglar eftir í girðingunni. Þá fór faðir hans með hann út í garð og spurði hann hvað hann sæi. Ekkert, svaraði Reynir stoltur af afreki sínu. Já, ekkert segirðu, sagði faðir hans. Já ekkert nema göt, svaraði Reynir. Þá sagði faðir hans: Já horfðu á götin, þetta eru götin sem þú skildir eftir í hjartanu þínu og annarra eftir reiði-og fýluköstin. Þetta eru ör sem fara aldrei.