Ég eiddi töluvert miklum tíma í þessa sögu og vonast til að ykkur líki við hana.

Einn bjartan góðan og efnilegan veður dag var lítill karl. Honum fannst lífið leitt. Honum var strítt. Hann var kallaður dvergur, álfur, stubbur, órisi og strumpur. Hann íhugaði oft sjálfsmorð en alltaf var það vonin sem hélt honum á klettinum. Það var vonin sem leiddi hann í gegnum blíðu og stríðu.
Einn dag var hann í göngutúr þegar gamall karl fór til hans og spurði “afhverju að vera fúll þegar maður á svo margt ólifað”.
Hann svaraði “ Gerirðu þér grein fyrir stærð minni?”
-Já og ég umgeng þig eins og jafningja.
-En þú ert ekki allir aðrir.
-Nei en ég er ég og mér þykir vænt um þig.
Þetta fannst honum skemmtilegt að heyra.
hann vingaðist við góðhjartaða manninn og hætti að særast yfir stærð sinni.