Ég er ekki sáttur við að stjórnendur geti bara lokað á svörun hugara við greinum þannig að við sem sækjum áhugamálin getum ekki sagt okkar álit - eða t.d. séð sjálf um að samhryggjast - eins og í síðustu grein sem skrifuð er í minningu um látinn vin. Ég kýs að tala fyrir mig sjálfur og ef þörf er á - koma mínum eigin skilaboðum á framfæri persónulega og samhryggjast fyrir eigin hönd en ekki láta aðra gera það í mínu nafni.

Til hvers í ósköpunum þarf að loka á svör við síðustu sögu Izelord? Er það þín persónulega ákvörðun eða bað greinahöfundur þig um að loka fyrir svörin? Ég þakka pent en ég vil ekki láta tala fyrir mína hönd og kýs að geta svarað greininni á “réttum” stað - en þar sem þú lokar á öll svör þá er það ekki hægt og ég er óánægður með það!

Ég vil samt nota þá bara þennan póst til að samhryggjast höfundi vegna fráfalls vinar og segja að mér fannst sagan bara nokkuð góð. Hún er tilfinningarík og kemur við flest alla í kringum okkur - því öll eigum við að einhverju leiti um sárt að binda í lífinu - öll eitthvað en líklega mismikið eins mörg og við erum. Tíminn læknar engin sár vegna svona aðstæðna - en tíminn mildar sársaukann vegna fráfalls ástvinar eða góðs félaga.

Kveðja:
Tigercop sem kýs að tala fyrir sjálfan sig - en ekki láta stjórnendur eða einhvern annan tjá sig fyrir sína hönd…