Kári Mikaelsson er mesti fótboltaaðdáandi í heimi. Uppáhaldsliðið hans er Manchester United. Hann myndi gera hvað sem er til að komast á leik með þeim. Einn daginn var bingó í skólanum hjá honum og fyrsti vinningur var helgarferð fyrir tvo á Manchester United – Real Madrid í úrslitum í UEFA bikarnum sem var spilaður á Old Trafford, heimavelli Manchester United. Hann varð að komast á leikinn. Hann fór því á bingóið. Til þess að vinna ferðina varð að fylla allt spjaldið. Kári átti aðeins eftir tvær tölur og þær vour B 14 og N 45. Þá glumdi í bingóstjórnandanum: “B 14 B14” Kári átti því aðeins eina tölu eftir en þá öskraði gömul kona BINGÓ! Kári bað til guðs að eitthvað hefði farið úrskeiðis hjá henni. Það kom löng þögn en svo sagði bingóstjórnandinn að það væri því miður ekki bingó því að það væri ein villa hjá konunni en hana vantaði bara N 45 til að fá rétt bingó! Kári hugsaði með sér að nú lægi hann í súpunni því að þetta var einmitt eina talan sem hann vantaði! Í sömu andrá kallar bingóstjórnandinn: N 4..4..N44 Úff! Það munaði aðeins einni tölu! En þá kallaði bingóstjórnandinn N 45! BINGÓ kölluðu bæði Kári og gamla konan samtímis. Þau fóru uppá sviðið þar sem stjórnandinn var og eftir að vera búinn að yfirfara spjöldin og fullvissa sig um að þetta væri rétt bingó hjá þeim báðum bað hann þau að draga spil úr spilastokki sem hann hélt á. Hann sagði þeim að sá sem fengi hærra spilið myndi vinna og að ásinn væri lægstur. Gamla konan byrjaði að draga og hún dró drottningu og svo dró Kári kóng. KÁRI VANN!!! Hann var svo glaður að hann kyssti gömlu konuna. Hann tók vinninginn og fór heim til sín og hringdi í mömmu sína og pabba og lét þau vita. Þau ætluðu ekki að trúa honum í fyrstu en síðan óskuðu þau honum til hamingju. Um kvöldið var pizza, gos og ís til að fagna þessari miklu heppni. Þegar þau voru búin að borða þurfti Kári og pabbi hans að fara að pakka niður afþví að ferðin var daginn eftir og Kári hafði boðið pabba sínum með því að pabbi hans var grjótharður aðdáandi Real Madrid. Daginn eftir flugu þeir til Manchesterborgar. Þegar þeir lentu fóru þeir með leigubíl til hótelsins sem heitir La Parat. Þegar þeir komu að hótelinu fengu þeir sér að borða. Síðan var komið að stóru stundinni, sjálfum leiknum. Þeir fóru með leigubíl á völlinn. Kári var í Manchester treyju en pabbi hans í Real Madrid treyju. Völlurinn var þétt setinn þegar þeir komu inn á hann. Eftir tuttugu mínútur voru leikmenn liðanna komnir á völlinn. Real Madrid byrjaði með boltann. Raul senti á Beckham og hann senti boltann beint á Morientes sem skaut og hitti niðri í hægra hornið og Bartez markvörður United skutlaði sér eftir boltanum en náði honum ekki. Real Madrid var komið yfir á fyrstu mínútu leiksins. Ekki byrjaði þetta nú vel fyrir liðinu hans Kára. Síðan dró fátt til tíðinda þangað til á fertugustu mínútu þegar Giggs náði boltanum og þvældi hálfan völlinn og senti síðan inní með þrusugóðum skalla. Sendingin fór beint á Djemba Djemba og hann skallaði og stöngin inn! Þetta var óverjandi skalli. Manchester var búið að jafna! Kári var svo glaður að hann stökk upp úr sætinu en það hefði hann ekki átt að gera því að hann hélt á gosi og pylsu sem hann missti í fagnaðarlátunum beint á gamlan mann sem varð alveg brjálaður. Síðan kom hálfleikur. Staðan var 1-1 Hálfleikurinn var í fimmtán mínútur en eftir þær komu liðin aftur inn á völlinn. Eftir tíu mínútna leik braut Solskjær illa á Figo inní vítateig og dómarinn flautaði víti! Figo tók sjálfur vítið og setti boltann upp í vinstra bláhornið. Real Madrid var komið í 2-1 eftir 55 mínútur af leiknum. Svo var það á sjötugustu og sjöundu mínútu sem Manchester náði að jafna leikinn með gullfallegu marki Giggs. Framlengja þurfti leikinn um þrjá mínútur svo það var nokkuð augljóst að það yrði vítaspyrnukeppni, en þá gerðist það óvænta að Diego Forlan skoraði sigurmark Manchester United. Kári stökk upp úr sætinu til að fagna. Á leiðinni að leigubílnum hittu þeir Djemba Djemba og Kári fékk eiginhandaráritun hjá honum. Þegar þeir komu á hótelið fóru þeir að sofa eftir stórkostlegan dag. Daginn eftir flugu þeir til Íslands og þegar heim kom sagði Kári mömmu sinni frá þessari frábæru lífsreynslu.



Geðveik smá saga mín besta

MooN|Dolly [T]