Eftir grunnskólann byrjar allt uppá nýtt. Það kemur ný menning, nýir vinir og nýir möguleikar.
Þessi saga byrjar einmitt strax eftir sumarið þar sem að um það bil 500 manneskjur safnast saman í sal í Heleneholms menntaskólanum í Malmö í Svíþjóð. Þessar 500 manneskjur eru allar að fá þennan nýja möguleika og byrja uppá nýtt.
Malmö er stór borg en sérstaklega er mikið af menntasólum þar og mjög margar brautir í hverjum menntaskóla. Þess vegna er það ekki skrítið að þegar bekkur NV1a safnaðist í bekkjarsalnum á fyrsta skóladeginum, þekkti næstum því enginn neinn. NV1a er náttúrufræðibraut þar sem að helmingurinn eru með innifalið tónlistar prógramm og helmingurinn er með innifalið stærðfræði og tölvu prógramm.
Sagan fjallar ekki um bekkinn í heild heldur bara aðalega um 3 einstaklinga í þessum bekk og hvernig þeir skemmta sér saman.
Tomas er þögull drengur sem að býr í stóra hlutanum af Malmö. Hann kemur samt frá Stokkhólmi og talar þess vegna á því setti sem er algengt að gera grín af hér í Malmö.
Á fyrstu dögunum hékk hann alltaf bara einn og sýndi engann stórann áhuga í að kynnast fólki.
Hann sagði aldrei neitt og engin mundi nokkurn tímann trúa því hversu viltur hann getur orðið.
Fredrik er allt öðruvísi manneskja. Flestir mundu ekki þykja hann neitt sætur eða fallegur en hann hefur húmor og það setti hann snemma í þá stöðu sem sá vinsælasti í bekknum. Öðruvísi en Tomas sá maður strax að hann getur orðið ansi viltur.
Svo er það hinn hálf sænski og hálf íslenski Bjartur Snorrason. Hann var eins og Tomas líka ansi falinn í byrjuninni en þegar að fólk komst að því að hann var íslenskur varð hann aðeins meira áhugaverður. Snorre þýðir typpi á sænsku þannig að það er ekki hægt að kalla hann Snorrason og Bjartur er eitthvað sem að fáir svíar ná að segja. Fólk kallaði hann þess vegna bara íslendinginn og það orð var það sem að átti eftir að gera hann frægann hjá tugi manneskja. Bjartur lítur ekki út eins og hann sé eitthvað djammfrík en hann er svo órólegur og íþróttalegur þannig að fólk getur alveg trúað að hann getur orðið svona viltur eins og hann er um helgar.
Þessir 3 strákar vissu ekkert um hvort annað fyrr en á einu sérstöku kvöldi sem að breytti nýja lífinu þeirra.
Þetta kvöld var bekkjarkeppni í garði einum í Malmö sem að gekk útá heimskulega, ógeðslega og skrítna leiki. Áfengi var auðvitað með í þessu!!
Fredrik setti met og varð fullur klukkan 18:30
Maður sá ekki mikið af Tomas þetta kvöldið því að hann hitti stelpu og sagði “hæ ég heiti Tomas” og byrjaði að kyssa hana. Þau kysstust í 3 klukkutímaog maður pældi bara hvernig þau gátu andað!! Þetta sjokkeraði alla því að orðin “hæ ég heiti Tomas” sem að hann sagði við stelpuna voru fyrstu orðin sem einhver hafði heyrt hann segja. Já svona getur áfengi breytt manni.
Bjartur var ekki fullur þetta kvöldið en var samt æstur og brjálaðari en margt annað fólk sem var blindfullt. Margir trúðu því að hann var fullur, líklegast útaf fyndna íslenska hreimnum hans þegar hann talaði sænsku.
Bjartur elskaði þetta kvöldið. Sérstaklega í leiknum þegar ein manneskja átti að brjóta egg uppí sér og slefa því í næsta munn þangað til að það var komið hringinn. Bjartur var nefninlega eini strákurinn í þeim leik.
Þarna kynntust þessir þrír og áttu og eiga efir að djamma uppí 100 sinnum í viðbót saman.

Framhald kemur bráðum.

Btw. Þessi saga er sönn og ég er Bjartur Snorrason.

Kv. StingerS