Nú eru liðnir 5-7 dagar síðan ég setti inn sögu sem bíður samþykkis - eða höfnunar - en hérna á þessu áhugamáli er allt steindautt!!!

Skráður “stjórnandi” hefur komið á huga nánast á hverjum degi þessa daga en hvað í fjandanum er þessi svokallaði “stjórnandi” að gera??? Ekki hugsa um þetta áhugamál - svo mikið er víst!

Ég tel mál til komið að það verði skipt um stjórnanda/stjórnendur hérna á hugi.is/smásögur og það í hvelli… Hver haldið þið að nenni að vera að eyða tíma í að skrifa hingað sögur, greinar eða hvað sem er ef ekkert er haldið utan um áhugamálið??? Ég heimta nýja stjórnendur hingað eða að sá/sú sem á að heita admin hérna fari að standa sig í stykkinu - og hana nú!!!

Kveðja:
Tigercop - fúll á móti…