Eitt kvöldið í nístandi kulda, var stúlka sem hvergi bjó, hún var munaðarlaus og bjó á götunni. Henni var nauðgað er hún var 12ára, og varð hún ófrísk, hún ól barnið og kallaði það Lárus, sjálf hét hún Lára.

Hún var að drepast úr hungri og vildi ekki að barnið myndi deyja, svo hún fór að fylgjast með fólki sem virtist ríkt og vel stætt. Einn góðan veðurdag skildi hún son sinn eftir á tröppunum þeirra. Hún fór síðan og hengdi sig.

Lárus sonur hennar óx upp og varð sterkur og mjög vinsæll gaur. Og hann vissi ekkert af því að hann var slysabarn. Það var ekki fyrr en á 18ára afmæli hans, sem “Foreldrarnir” hans sögðu honum að hann hafði verið skilinn eftir, Þá fór hann að leita að alvöru foreldrunum sínum. Hann spurði alla sem sáu hann, enginn þekkti neinn sem hafði skilið eitthvað barn eftir hjá ríku fólki. Hann tók því leigubíl að sjúkrahúsinu til að taka DNA af sér og leita í öllum skrám, Og er þeir komu aftur með niðurstöðurnar komu lögreglumenn til hans og sögðu: móðir þín hengdi sig.
Greyið Láruss fór að gráta :´( og þá kom inn mjög gamall maður og kvaðst vera faðir drengsins og hann sagði honum að hann hefði verið slysabarn, og að móðir hans hafi eignast hann aðeins 13ára þess vegna hafði hann verið skilinn eftir.
Drengurinn ákvað síðan að búa hjá föður sínum. En daginn eftir þá dó faðirinn og Lárus hélt húsinu og 6bílum og mörgum milljónum.

Síðar kvæntist hann yndislegri dömu að nafni Lísa, og eignuðust þau 3 falleg börn.
Þuríður… Pési (Gári)… Mollý (Hundur)… Freyja, Vonadís og Molda (Hestar)…