Það eru komin mörg ár síðan Hinir Köldu tóku völdin, og í reynd man enginn lengur hversu langt síðan það var. Eina sem við vitum er að okkar meðferð á enginn skilið. Sögurnar sem mér voru sagðar í æsku um styrjaldir fólks míns móti óvættunum, virðast svo fjarlægar í dag að fáir trúa þeim lengur. Enginn maður gæti hafa staðið á móti þeim, hvað þá barist við þá. Móti þeim vorum við berskjölduð, mjúk og hræðilega veikgeðja. Þeim er lýst sem líflausir og hvítir en á margan hátt mannlegir í útliti, bara hærri og grennri. Þokkafullur stofn sem líkist á margan hátt vampírum fortíðarinnar. Margir halda því fram að þeir hafi einmitt heimsótt okkur áður. Hinir köldu köllum við þá því elstu sögurnar sem við þekkjum af þeim bera sterk merki um geð þeirra og þokka. Þessar verur eru kaldlyndar og harðar þær gefa lítið fyrir tilfinningalegan veikleika okkar mannanna. Allt sem við erum hata þeir og þannig hefur það alltaf verið. Mig langar að segja ykkur söguna af upphafinu, elstu söguna sem við trúum. Kalins kviða er hún kölluð en fáir vita hvers vegna. Hún segir frá falli Tvídranga, mörgum árum eftir fyrstu árásina en fyrr en svartsýnustu mönnum óraði fyrir.

Hinir Köldu áttu híbýli sín órafjærri okkur og voru ólíkt okkur, að því er virtist, að leita að köldum hnöttum til að byggja á. Þeirra auðlyndir byggðu á allt öðru en okkar og best sem menn vissu þá höfðu stofnarnir sem byggðu heiminn aldrei áður haft nein afskipti hvor af öðrum. Geimurinn þetta kalda og stóra rúm varð ekkert meira aðlaðandi þegar menn komust að því að hann byggðu aðeins tvær tegundir. Andlegu meðal vor, sögðu að Hinir Köldu hefðu tortímt bræðrum og systrum okkar og við þessar tvær sköpuðu tegundir værum einir eftir. Sumir segja að þeir hlýfðu okkur aðeins til að kvelja, aðrir sögðu þá nærast á orku okkar á einhvern hátt en enginn veit neitt með vissu. Við vissum ekkert með vissu hvað gerðist í árdaga áður en kynni okkar af hinum víða geym hófust, en við vissum hvaða framtíð biði okkar í heimi með þessum okkur æðri kynstofn.

Öldungarnir fóru að verða órólegri eftir því sem þeir réðu sig meir við andlegu miðilsmennina. Margir segja að aldlegu mennirnir hafi sagt þeim frá breytingu valdhafa veraldar okkar. Aldrei hafði þingið verið jafn sammála og þegar árásin var ákveðin. Almenningur fékk aldrei að heyra neina góða eða sanna skýringu en áróðurinn gegn Hinum Köldu var orðinn svo ofsafenginn að hatur okkar á þeim jókst smám saman. Þegar öldungarnir ákváðu loksins að varpa okkar öflugasta vopni á þá Sýrongasi, þá mótmælti enginn né spurði. Sýrongasið var erfðavopn sem allir menn óttuðust. Menn skelfdust jafnvel bara við að heyra að vopnið væri á plánetunni. Skotið var fá ár á leiðinni og þegar það hæfði loksins heimaveröld þeirra braust út fagnaður á veröld okkar. Sá fagnaður færði líf og gleði jafnvel til verkamanna á svörtustu svæðum geymsins. Hamingja ríkti og hagvöxtur og mannlífið blómstraði. Aldrei hafði mannkynið átt eins bjarta framtíð. Lífið gekk vel hjá okkur mönnunum í mörg ár, fræðimenn héldu að Hinir köldu hefðu dregið sig í hlé og það var ekki á öðru að sjá en það væri rétt. Það var ekki fyrr en fréttist af falli Tvídranga systurstjarnanna við jaðar svæðis okkar, að menn fóru að átta sig. Hinir Köldu réðust ekki á nýlendur okkar heldur var eins og þeir slökktu á sólunum í þessu kerfi, fólkið sem þarna starfaði átti engan möguleika. Fræðimenn og öldungar báðu fólk um að vera rólegt og að friður myndi semjast innan tíðar. Andlegu mennirnir fóru að reyna að skyggjast meira og meira inní þennan tryllta vöxt sem færðist í Hina Köldu, en flestir sem það reyndu urðu veilir á geði og neituðu að nærast eftir tengslin. Öldungarnir reyndu að semja um frið en enginn kunni góðan leið til, því þegar öllu var á botninn hvolft voru það við sem byrjuðum stríðið. Ein af annarri hurfu stjörnurnar á himninum að eilífðu, Hinir Köldu voru komir með ráð til að gera vist okkar í heiminum nánast óbærilega, ógnin var skelfileg og fólkið hjá á jörðinni bjóst við að hvað á hverju myndi tilvist þeirra enda, en það gerðist ekki.

Stjörnurnar sem sagðar eru hafa vísað fornmönnum veginn, hurfu ein af annari og himininn varð smám saman svartur. Skelfing óx í borgum og smám saman greyp rigulreið völdin, gerð var bylting og stjórninni var steypt af stóli. Herinn leystist upp og smám saman fór allt mannlíf að taka á sig nýja mynd. Fólk hugsaði aðeins um sjálft sig og fór að reyna að bjarga sér og sínu. Örfáir höfðu aðgang að skipum og þeir sem það gátu flúðu á brott. Mestur hluti okkar, þar á meðal forfeður mínir fóru í námur og flúðu í hið neðra. Þar fóru þeir að grafa gríðaleg göng og mannvirki.

Við mennirnir lifum enn, hraktir undir yfirborðið og fyrir löngu búnir að tapa flestri háþekkingu, við lifum í einföldu samfélagi þar sem Hinir Köldu vaka yfir okkur. Þeir koma ekki niður en þeir vakta yfirborðið og enginn fær að fara upp. Margir hafa gefist upp á lífinu í neðra og ákveðið að fara upp, sjálfur hef ég heyrt í nokkrum sem þetta hafa gert. Veinið og sleggjuhljóðið sem berst niður þegar það gerist er ekki fallegt. Sumir segja að á yfirborðinu standi og vakti einhvað mun eldra og verra en Hinir Köldu en það eru bara sögusagnir. Enginn veit með vissu hvort þetta er refsing okkar fyrir árásina eða hvort þetta endist að eilífu en það eitt er víst að þó aldir og ár hafi liðið frá strýðinu þá þjáumst við enn fyrir árásina.
Never take life seriously. Nobody gets out alive anyway.