ég gat ekki sofnað í gær og datt í hug að prófa að skrifa smásögu. Endilega segjið mér hvernig ykkur finnst hún….ég er með fullt af fleiri hugmyndum sem að ég þarf að koma á prent…
Öll gagnrýni vel þegin
—————–
ég rumska, en nenni ekki að opna augun, ligg áfram og hlusta á hljóðin í kringum mig, ég heyri að Steini gengur inn og fer í tölvuna hann kveikir á Enska boltanum (fjandans fótbolti daginn út og inn) ég ligg enn og dorma, ég er við það að festa svefna þegar hann gloprar fjarstýringunni út úr höndunum á sér, beint ofan á lyklaborðið og ég hrekk upp, alveg eins og í teiknimyndunum þegar fólkið sprettur upp, og leggst niður aftur með hraðann hjartslátt (shitt ég hélt að tölvuskjárinn hefði dottið á gólfið…) ég ligg lengi lengi, Steini stendur upp og yfirgefur herbergið. Það næsta sem ég verð vör við er það að amma stendur í dyrunum og segir: farðu nú að koma þér á lappir klukkan er orðin 11, ég sný mér á hina hliðina og umla eitthvað rugl, ég hef virkilega engann áhuga á því að fara á fætur, Kveiki á Paul McCartney, shitt hvað það er gott að heyra röddina hans, hún hressir manni alltaf, reyndar gengur eitthvað illa að hressa mig í dag, ég er eitthvað voðalega mygluð og rugluð, ég ligg þarna um stund og íhuga það hvort að ég eigi að koma mér á klósettið, shitt maður blaðran er komin á suðumark, einsgott að fara að koma sér af stað svo að maður lendi ekki í því að þurfa að skipta á rúminu, geng inná klóssett og fæ ofbirtu í augun eins og alltaf inná þessu blessaða flúorlýsta klósetti, er enn með ógeðslega, myglu bragaðið upp í mér og íhuga hvort að ég eigi að fara í sturtu áður en ég tannbursta mig en kemst svo að þeirri niðurstöðu að ég geti ekki boðið sjálfri mér uppá þetta drullubragð mikið lengur, bursta tennurnar með einhverju ógeðslegu tannkremi, sem að við hirtum uppi í bústað, eitthvað af þessari nýju gel kynslóð, algjör vibbi, maður á bara að halda sig við þetta gamla góða hvíta, en hugsum ekki meira um það. Næ mér í handklæði, (bleikt m/bangsa, ekki að það skipti nokkru máli) geng niður stigann, en fatta á miðri leið að ég gleymdi að taka með nærur, hendi handklæðinu niður og sný við, fja*** hvað maður getur verið vitlaus á morgnana þegar ég geng inn í herbergið heyri ég að Paul McCartney hamast enn í geislaspilaranum, oo, jæja hann má ganga, hugsa ég um leið og ég ákveð hvort að ég eigi að fara í hvítar eða svartar nærur næst….held svo af stað niður, sit hettu á hausinn á mér þar sem að hárið er nýþvegið, stend svo undir sturtunni, og hugsa um allt og ekkert, velti því fyrir mér hvort að jólin á þessu ári verði jafnskemmtileg og í fyrra eða því hvort að nokkuð sé virkilega skemmtilegt í alvörunni, hvort að þetta sé ekki bara allt blekking hjá okkar innra sjálfi, allavega, hugsa ég og klára að þvo mér, slekk á vatninu, þurrka mér og enda svo á því að skafa vatnið af gólfinu áður en að ég rek endahnútinn á þetta með því að þurrka það með moppunni góðu. Klæði mig síðann í náttkjólinn aftur, því að ég var búin að ákveða að klæða mig ekki fyrr en ég færi á tónleikana með Stundinni okkar. en neinei allt kemur fyrir ekki, á meðan ég sit og ber krem á fæturnar á ömmu með Egil Helgason í bakrunninum þá hringir faðir minn, því miður svarar amma og segir honum að hann geti komið í heimsókn svo lengi sem hann verði farinn fyrir kl.3 því að þá séum við að fara, ég sit upp fýlusvip, því að ég var ekki að nenna að gera neitt annað en að sitja uppi í rúmi og lesa eða prjóna og hlusta á tónlist. Amma rekur mig inn til að taka til í herberginu mínu, ég sé reyndar ekki tilganginn í því þar sem að herbergið er í nokkuð góðu ásigkomulagi, það er nú ekki eins og kóngurinn sé að koma í heimsókn, ekki það að ég myndi taka neitt betur til fyrir kónginn, þannig að ég hendi eins og eitt stykki blaðsnifsi í ruslakörfuna og læt gott heita, kveiki á tölvunni bara það að heyra glaðlega rödd bítlanna syngja SHE LOVES YOU YEAH YEAH YEAH, hressir aðeins upp á mig, en annars er skapið samt við sig. óljóst bakvið niðinn af Silvias Mother Said með Dr. Hook heyri ég að dyrabjöllunni er hringt ég held fyrst að þetta sé einungis hugarburður í mér, en neinei þarna stendur þá barasta föðurómyndin mín þarna, og heilsar mér, ég tek undir kveðjuna og sest aftur í stólinn hann talar mikið um það hvað herbergið mitt hafi breyst síðann hann kom síðast, ég tek undir það og við ræðumst við í nokkra stund um hljómsveitir og svoleiðis hluti, hann segist ekki hafa neinn áhuga á Friends ég segi honum að hann sé bara gamall, hann brosir, ég skamma hann fyrir að hafa hent gömlum plötum með meistar lennon og McCartney hann segir að þær hafi ekki verið margar en ég segi honum að það skipti ekki máli, maður eigi ekki að henda bítladóti það sé glæpur á háu stigi hann umlar eitthvað á móti og við sökkvum inní umræður um það hvort að 70mín séu þess virði að maður horfi á þær, hann heldur með Pétri ég segi honum að ég hafi ekki horft á þessa vitleysu í bráðum 6mánuði sem er um það bil sá tími sem að Pétur hefur verið viðráðinn þáttinn, samtal okkar endar þegar amma kallar og spyr hvort að hann vilji ekki koma og fá sér Kaffi, hann játar því og ég fer fram og gef honum kaffi í bolla, hann sest niður og fer að ræða við ömmu og afa um pólitíkina og þesslags raus ég gríp tækifærið og sest fram í sófa með teppi og sekk mér inní í hugmynda fræði HÁRSINS, reyni að festa oggulítinn svefn, en amma truflar mig með spurningu um það hvar albúmið mitt sé, ég henglast af stað og sæki það og flýti mér svo aftur í sófann undir hlýtt teppið, hárið lýður áfram og ég loka augunum og held áfram með mín gömlu áform um miðdagsblund en símhringing truflar mig, það er mamma að biðja mig um að opna hurðina fyrir systu, ég sé fram á að ég muni ekki fá neinn svefn þennan daginn, svo að eg geng frá teppinu og stilli sjónvarpið á hæsta þar sem að ég vil ekki missa af bítla vídeóinu sem ég er að horfa á. síðann flýtum við okkur út því að við erum að verða of seinar á tónleikana með stundinni okkar, það síðasta sem ég heyri áður en að ég sest inní bíl er þegar útidyrahurðin lokast, og þar með öll mín áform um rólegann dag………………
All Together Now