Í nóvember mun fara fram samkeppni á Rithringnum um bestu gamansöguna.

Keppnin verður nokkuð óvenjuleg því í stað þess að skila inn sögu á ákveðnum tíma munu allir geta fylgst með framgangi hennar. Málsgrein-á-dag er nýtt tól á Rithringnum og verður það notað í þessari keppni. Fleiri en einn höfundur geta unnið að sömu sögunni.
Er ekki upplagt að finna sér ritfélaga og skemmta sér aðeins við skrif?

Á hverjum degi (eða því sem næst!) þarf að bæta við nýrri málsgrein í söguna og fær fólk áminningu um það. Munið eftir því að gera hana sýnilega.

Reglur:

- Gamansaga
- 1-5000 orð
- Fyrsta málsgrein þarf að birtast í M-á-d 1.- 7. nóvember
- Má ekki hafa birst áður á Rithringnum
- Þarf að vera öllum sýnileg
- Þarf að vera lokið þann 1. desember

Að keppni lokinni velja meðlimir bestu söguna og fær vinningshafinn glæsileg bókaverðlaun. Bókaforlögin Bjartur, Edda og JPV hafa verið svo elskuleg að gefa okkur þau.