Komist að sannleikanum
1. kafli

Djúpt inní álagaskógi var Arnfríður Kristine að leggja af stað í sitt fyrsta langþráða ferðalag.
Aquato ,sem var álfur, hafði verið Kristine eins og faðir og hafði beðið hana um að koma einu sinni til hans áður en hún færi af stað í ferðina.
Hjá Aquato var allt á rúi og stúi því að hann hafði verið að leita af einhverju, Kristine labbar inn í kompuna og sér Aquato vera að grafa upp allar gömlu örvarnar, hún gekk inn og um leið leit Aquato upp “ætlarðu að fara alveg strax viltu ekki vera hér einn vetur í viðbót?” sagði hann og rétti Kristine 50-60 örvar og byrjaði að fara að leita af einhverju öðru, “já ég ætla að fara núna því að fyrst þú vilt ekki segja sannleikann um uppruna minn þá skal ég komast að því, jafnvel þótt ég þufi að taka rosalega áhættu.”
Svaraði Kristine og settist á kassa sem stóð við hliðin á henni, “já mér datt það í hug, þú hefur alltaf verið þrjósk og það mun ekki breytast, en ég ætlaði ekki að fá þig hingað til að fá þig til að hætta við, því að það mun aldrei takast, en ég var að hugsa um mín yngri ár þegar ég var í leiðangrinum sem glataðist og þá kom boginn minn að svo góðum notum og mér þætti vænt um ef þú mundir þiggja hann og fáeinar örvar að auki.
Kristine starði á bogann, þetta var stór og fallegur bogi, hann gaf frá sér birtu sem var ekki sterk en hún var rosalega falleg, og síðan var það munstrið á boganum “ veistu að ég er mjög þakklát fyrir að þú skulir vilja gefa mér bogann þinn, en ég get ekki þegið hann, því miður” svaraði Kristine og geri sig líklega til að fara í burtu “ þetta var mjög fallega gert af þér en ég get ekki þegið hann” Aquato hafði búist við þessu “ veistu að ég krefst þess að þú takir við honum, fyrir mig, hann mun reynast vel” svaraði hann og Kristine snéri við og tók við boganum þakkaði fyrir sig,kvaddi hann og labbað út.

Það var 9. mánuður 21. árs á 4. öld 1. veraldar og veðrið var yndislegt fyrri sólin var að setjast enda stutt í að dökka sólin kæmi upp það var byrjað að dimma og minnismerki merkra álfa og konunga voru byrjuð að sýna sig.
Kristine gekk hratt því að furðu verur á við djálka og skerpra voru oft á sveimi um leið og dokka sólin kemur upp, ekki leið á löngu fyrr en hún var komin út úr álagaskógi, hún breiddi úr teppinu svo að hún yrði ekki vot eftir döggina sem gekur er tvær sólir mætast, hún lagðist niður og fyrr en varir datt hún í djúpann draumamikinn svefn.
En þá gerðist svo lítið sem hún hafðu ekki reiknað með, aðkomumaður ( stundum kallaðir ramkar) kom á harða spretti þreif hana upp en hægði ekkert á sér, Kristine brá alveg rosalega og ósjálfrátt barði hún og sparkaði í ramkann en hætti því fljott því að hópur djálkna voru á hælum þeirra.
Kristine reindi eins og hún gat að láta litið fyrir sér fara á meðan hann hélt á henni en það þýddi lítið því að ramkinn hljóp og hljóp eins og fætur toguðu hægði ekki á sér fyrr en hann óð yfir litla á. Þá lagði ramkinn, Kristine niður og byrjaði að baksa við að kveikja eld.
Djálkarnir stoppuðu við ána enda voru þeir mjög hræddir og héldu að vatn væri eitrað, Kristine hjúfraði sig saman inní teppið sem að hún var með og horfði á ramkann reina að kveikja eld, hann var augljóslega ekki mjög góður í því vegna þess að það leið dágóð stund þangað til að hann náði að kveikja eldinn en þetta hafðist.
Þau sátu legni og virtu hvort annað fyrir sér en á endanum gat Kristine ekki staðist forvitnina og rauf þögnina “ Ertu ramki?” spurði hún feimin hann leit á hana og sagði róegur “ ég er af sama kynstofni og þú ert vina mín, það sést langar leiðir”
Kristine varð eitt spurningarmerki í framan “ ha?? Hvað meinarðu, ég skil þig ekki alveg, af sama kynstofni ha???”
Ramkinn var greinilega búinn að búast við þessari spurningu frá kristine svo að honum brá ekkert við að heyra þess spurningu “ sko” byrjaði hann og það var augljóst að hann mundi þurfa að tala lengi “ þú eða rétt sagt við, komum af mjög göfugri þjóð, reyndar mjög göfugri ætt líka og ert þú ein af þeim æðstu í þessari þjóð, það var nefnilega þannig að fyrir um 15 árum eða þegar þú varst 1ns vetra þá geysti yfir mikið stríð í landinu þar sem að við bjuggum. Tugi þúsunda djálkna og skerpna og miklu fleiri ógurlegra vera voru komnir og eina markmið þeirra var að útríma þessu ríki sem að við bjuggum í…” hann gerði hlé á máli sinu og bætti aðeins á eldinn. “… konungurinn eða faðir þinn og húsbóndi minn sá þetta stríð fyrir og lét útbúa sérstök göng fyrir konur og börn svo að þau gætur flúið stríðið og byggt nítt samfélag, reglana var sú að allir strákar sem væru yngri en 14 vetra þeir áttur að fara með öllum börnum konum og stúlkum í göngin á meðan stríðið gekk yfir. En djálkna herinn fann göngin og komu á móti fólkinu úr hinum endanum og drápu alla. Núna veltirðu örugglega fyrir þér hvernig ég komst af þar sem að þjóðin okkar tapaði þessu hræðilegastríði sem að gekk yfir í 5 daga og 5 nætur, er það ekki?” Kristine var alveg gáttuð því að loksins hafði hún fundið einhvern sem gæti svarað öllum spurningum hennar sem höfðu brunnið á vörum hennar alveg síðan hún man eftir sér. “ já en ég er líka að velta fyrir mér hvernig ég komst af ef að við töpuðum þessu stríði”
Ramkinn dróg inn andann og sagði bara “ núna er nóg komið af þessu við skulum reina að fara að sofa því að á morgun förum við langa vegalengd, það er að segja ef að þú vilt koma með mér til svínsvatna héraðs?” kristine gat ekkert annað en hlýtt, lagðist niður og sofnaði.

Næturnar hjá kristine höfðu alltaf verið draumlausar en á þessari nóttu dreymdi henni furðulegan draum
Hún var stödd í dimmum og þokukenndum sal, eina sem hún sá var myrkrið og súlurnar sem héldu loftinu uppi en sjálf sá hún ekki til lofts. Hún gekk áfram og áfram endalaust þangað til hún sá loks ljós hún byrjaði að hlaupa en ljósið nálgaðist ekkert bara fjarlægðist og fjarlægðist uns ,hún hrökk upp.

Hún leit flótta lega í kringum sig vá þetta var skrítinn draumur hugsaði hún. Hún leit aftur í kringum sig og þarna lá ramkinn en hann var ekki sofandi hann var að tala en við hvern kristine lagðist við hlustir “lastanga primeraz xlettrett burtungar, lastanga primeraz xlettrett pramzaxtarattt, klöttrenntere, lastanga primeraz lastanga primeraz du hnerrener, lastanga primeraz primeraz don megletennarenn latstangaranna du primeraz….” hann hætti og leit á kristine “ varstu að hlusta?” spurði hann, Kristine hrökk við “ ha?, Já fyrirgefðu mátti ég ekki heyra þetta?” ramkinn horfði beint í augun hennar, það var svolítið skrítið að þegar Kristine horfði á mót þá fannst henni augun hans ver svipuð augum sinum nema bara hennar var svolítið bjartari og með bláum keim en hans vorum með brúnum keim “ jú, jú þú máttir alveg heyra þetta” sagði hann loks, augu hans voru djúp en björt þrátt fyrir dýptina, Kristine leit undan og sagði lágt “ hvað þýddi þetta þá sem að þú varst að segja” ramkinn þagði í smástund og litaðist í kringum sig eins og enginn annar mætti heyra þetta “ á samtungu þýðir þetta: mínir háttvirtu húsbændur og forfeður ég hef fundið drottningu mína og dóttur yðar, mínir háttvirtu forfeður og húsbændur ég skal gera það sem að mér ber skylda, forfeður og húsbændur hún skal verða drottning, ég skal sjá til þess mínir forfeður og húsbændur að hún verður drottning mín” Kristine leit á hann og lengi var hún orðlaus en loks sagði hún “ er…” en hún þagnaði “ er ég..?” ramkinn kinkaði kolli “ já þú ert hin eina sanna drottning af Eventry, manstu eftir stríðinu sem að ég sagði þér frá í gær? Ja hvað með það þú og ég eru þau einu sem komust af eða allaveganna svo að ég viti, álfarnir tóku þig að sér því að ég gat ekki alið þig upp” Kristine varð alveg dolfallin þetta var allgjört sjokk fyrir hana henni hafði grunað að vera ekki álfur aðvitað gerði hún það en henni grunaði aldrei að hún væri drottning eða verðandi drottning þetta var allveg stórskrítið og hún var ekki viss hvort hún ætti að trúa allveg stóskrítið…