Dag einn var Trölli á gangi í skóginum hann gekk langa lengi og var djúpt hugsi.
Trölli hugsaði með sér að kannski væri nú viturlegt að hægja aðeins á sér, stoppa og hugsa málið til enda og halda svo áfram.
Trölli var svona djúpt hugsi vegna þess að hann var skotinn í stelpu sem hann hélt að væri ekki skotin í sér á móti.
Hann settist á stein og velti síðasta samtali sínu við stelpuna vandlega fyrir sér, fram og aftur
Eftir dágóða stund ákvað Trölli að hann nennti nú ekki að hugsa um þetta lengur, ef hún vildi hann ekki þá yrði það bara að vera svo! Hann stóð því upp og leit í kringum sig.
Hann sá ekki sólina því að skógurinn var svo hár og þéttur en hann heyrði í fossi í fjarska og ákvað að labba að fossinum.
Trölli labbaði og labbaði og alltaf jókst niðurinn í fossinum.
Loks sá Trölli grilla í bláan himinn og svarta kletta fyrir framan sig.
Hann tók nokkur skref í viðbót og sá þá fossinn í allri sinni dýrð.
Hinum megin við ána sá hann örn sveima yfir litlu lóni. Greinilega að leita sér að æti.

Allt í einu var kyrrðin rofin af háværu skaðræðisópi!
Trölli stökk á fætur!
Hvað var þetta?
Aftur var öskrað, og nú heyrði Trölli greinilega að þetta var stúlka að öskra á hjálp.
Og það sem meira var, þessi yndisfagra rödd var OF kunnugleg…
Gat það verið?
Var heyrnin að svíkja hann?
Rannveig?
Trölli tók á sprett í áttina að öskrunum og veitti því enga athygli að hann missteig sig nokkrum sinnum, datt en stóð jafnharðan upp aftur og hélt áfram hlaupunum.
Loksins sá hann glitta í síða ljósa hárið sem hafði ekki horfið úr huga hans síðustu mánuðina.
Þetta var Rannveig!
Izelord hinn illi hafði tekið yndislegu dömuna sem Trölli hafði dreymt svo lengi um.
Allt í einu laust skelfilegri hugsun niður í koll Trölla!
Vondi kallinn Izelord var þekktur fyrir að fíla sínar konur sköllóttar!
Gat það verið?
Var Izelord nógu sjúkur til að klippa allt hárið af Rannveigu?
Trölli hljóp aftur af stað.
Hann varð hræddari og hræddari með hverjum metranum sem hann nálgaðist þau.
Allt í einu rak Rannveig upp enn eitt neyðarópið!
Izelord hafði hafið aðra höndina á loft og Trölli sá glitta í stór og flugbeitt skæri!
Trölli öskraði hátt: “NEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII”
Hann stökk á Izelord og skellti honum í jörðina.
“Svona gerir þú ekki við Rannveigu hina fögru af Raufarhöfn!”
Trölli kýldi Izelord og nefbraut hann.
Það brutust út heljarinnar slagsmál milli Trölla og Izelords hins illa, en að lokum sigraði Trölli og Izelord hafði sig á brott.
Á meðan slagsmálunum stóð hafði Rannveig falið sig á bakvið tré því hún var mjög slegin og hrædd.
Þegar Izelord var farinn hljóp hún í fang Trölla og þakkaði honum kærlega fyrir að hafa bjargað sér frá verstu örlögum sem hún vissi um.
Trölli svaraði að það væri ekkert að þakka, hann myndi glaður deyja fyrir hana.
Þá kyssti Rannveig hin fagra af Raufarhöfn Trölla og knúsaði hann innilega.
“Ó, Trölli… HETJAN MÍN!”
Þau gengu saman hönd í hönd í átt til bæjarins.
Þegar þangað kom var slegið upp mikilli veislu sem stóð í 10 daga og endaði að sjálfsögðu með brúðkaupi.
Þau Trölli og Rannveig áttu börn og buru og voru hamingjusöm upp frá þessari stundu.

THE END