Þessi saga er byggð á sönnum atburðum og gerist á Akureyri. Endilega segjið hvað ykkur finnst og mér þætti vænt um ef þið munduð benda á stafsetninga- og/eða málfræðivillur



Ég hef ákveðið að skrifa um sumarið 2004. Nánar tiltekið fyrstu sex vikurnar. Þetta sumar sem átti eftir að breyta mér töluvert byrjaði ekki mjög spennandi. Ég hafði eitthvað verið að svipastu um eftir vinnu en það virtist sem næstum enginn vildi fá starfskraft sem var yngri en átján ára sama hversu duglegur hann var. Þar af leiðandi fyllti ég út og sendi umsóknareyðublaðiðið sem bærinn hafði sent öllum 16 ára unglingum á Akureyri. Ég sótti um að vinna uppá hömrum vegna þess að ég þekkti flesta sem koma að starfseminni þar vegna þáttöku minnar í skátastarfi síðastliðin fjögur ár. Einnig leist mér mjög vel á starfslýsinguna og ég vonaði að ég fengi að starfa í útilífsskólanum vegna þess að ég hef yfirleitt gaman af börnum.
Það kom seinna í ljós að ég hafi verið sá eini sem sótti um að vinna þarna og allir hinir höfðu verið skikkaðir þangað vegna þess að allt annað var fullt. Ástæðan fyrir því að enginn vildi vinna þarna var sú að það tók um 25 mínútur að hjóla þangað í sunnanáttinni sem var ríkjandi á morgnana. Aðeins einn strákur sem ég ég þekkti var meðal tilvonandi vinnufélaga minna. Því miður var hann valinn til starfa í úitilífsskólanum en ekki ég. Mér fannst þetta frekar leiðinlegt vegna þess að mér leist ekkert vel á hina krakkana. Þarna var einn strákur sem var einn á báti eins og ég og við kynntumst fljótlega og hann leit út fyrir að vera þokkalegasti félagsskapur við fyrstu sýn.
Eftir nokkurra daga vinnu vorum við að klippa gróður þegar tvær af stelpunum komu að hjálpa okkur. Ég hafði talað afskaplega lítið við þær en af tali þeirra í matarpásum hafði ég komið mér upp þeirrri hugmynd að þær væru sú týpa af sem ég hafði umgengist mjög lítið fram að þessu. Og þá á ég við þá týpu sem stundar hið svokallaða djamm meira en flestir aðrir á þeirra aldri. Þær áttu báðar kærasta sem voru nokkrum árum eldri, báðar höfðu oft orðið mjög ölvaðar og önnur þeirra reykti. Ég aftur á móti var meira þessi saklausa týpa. Þ.e.a.s. ég hafði aldrei fundið á mér, ég reykti ekki, stundaði djammið afskaplega takmarkað og var í skátastarfi.
Við byrjuðum að spjalla saman og þeim fannst alveg ótrúlegt að ég hefði smakkað áfengi. Þrátt fyrir að koma úr mjög mismunandi umhverfi náðum ég og önnur stelpan ákaflega vel saman. Ekki má þó skilja að það hafi verið neitt annað í gangi en góð vinátta enda átti hún kærasta. Við töluðum oft saman og einhvern tíman barst talið að vinum hennar. Þeir voru yfirleitt strákar sem voru á aldrinum 18-25 ára, einstaklingar sem entust ekki í skóla og gátu ekki náð sér í kærustu á sínum eigin aldri og þurftu því að leita í grunnskólanna. Ég fékk það á tilfinninguna að hún ætti betra skilið og mér fannst einhvern veginn að hún ætti ekki heima í þessum hópi.
Eftir að strákurinn sem ég hafði kynnst fyrst hafði fengið að flytja sig yfir á tjaldsvæðið við Þórunnarstræti og vinkona þessarar stelpu hafði gefist upp á vinnunni vorum við bara tvö ein eftir. Þegar vinnutímabilið var hálfnað var komið að okkur tveimur að hjálpa til í útilífsskólanum. Hingað til höfðum við verið að raka, bera þunga hluti, tína rusl, þrífa, og flest allt sem við gerðum var oft á tíðum verið erfitt og leiðinlegt. Það var þó þolanleg vegna þess að flest verk ertu ágæt ef maður vinnur þau með skemmtilegu og áhugaverðu fólki.
Nú var aftur á móti vinnan algjör sæla. Við þurftum bara að að passa að krakkarnir væru ekki sjálfum sé eða öðrum hættulegir og leiðbeina þeim í verkefnum dagsins. Þetta hentaði mér mjög vel vegna þess að ég hafði góða þekkingu á öllu sem þau gerðu s.s sigi, útieldun, varðeldatendrun og fleira. Veðrið lék við okkur, eins og það hafði reyndar gert allt sumar, og tækifærin til að slappa af, liggja í sólbaði og tala saman voru mjög mörg. Öfugt við mjög marga vaknaði ég á hverjum morgni fullur tilhlökkunar til að mæta í vinnuna.
Núna var ég farinn að halda að einhverjar tilfinningar væru með í spilunu vegna þess að vinkona mín talaði oft hvað samband sitt við kærastann sinn væri farið að versna og að hann væri bara hálfgerður auli. Ég vildi samt ekki reyna að nálgast hana meira vegna þess að ég trúi því að framhjáhald, hvernig sem það fer fram, sé ófyrirgefanlegt og eigi ekki að eiga sér stað undir neinum kringumstæðum. Svona leið sumarið og eftir að vinnunni lauk hef ég ekki heyrt neitt í þessari stúlku nema nokkur sms.