Um daginn var ég að keyra félaga minn heim eftir að við fórum á Blindsker í bíó. Á leiðinni heim rann það upp fyrir mér að það er enginn sérstök þörf fyrir mig í heiminum, nema að standast undir væntingum foreldra minna. Eitt er þó sem ég hef gaman af, og það er tónlist. Ég setti Bubba á fóninn og lagðist upp í rúm með blað og penna og byrjaði svo að skrifa:

Ég vil þakka öllum þeim sem hafa komið nálægt mér, ég vil þakka ömmu minni fyrir að þykja vænt um mig.

Sérstakar þakkir:
Bubbi Morthens fyrir að horfast í augu við lífið og mig.
John Frusciante fyrir að halda mér lifandi augnabliki lengur.

Nú ætti ég að vera einhverstaðar svífandi yfir París umvafinn ást.