Á skólabekknum sat hann alltaf einn, alveg einn.
Hann var frekar hávaxinn með dökkt hár, boginn í baki með gleraugu og virtist frekar skrítinn.
Hann hét Magnús en krakkarnir voru vanir að gera gys að honum og kölluðu hann Magga mangó.

Hann var með mér í 2 tímum í viku, sagði aldrei neitt heldur sat bara þarna og lærði.
Enginn bjóst við því að hann ætti erfitt heima hjá sér, eða enginn hafði hugsað útí það hversu erfitt hann gæti átt á heimilinu sínu.
Ég fann alltaf til með honum, stundum reyndi ég að tala við hann en hann varð bara hræddur.

En já, hann átti erfitt heima hjá sér.Mamma hans var fyllibytta……og þá meina ég rosaleg fyllibytta.Og pabbi hans, ja….segjum bara að hann hafi verið frekar ofbeldishneigður.
Maggi mætti stundum frekar marinn í skólann og þá gerðu krakkarnir ennþá meira gys að honum.

Í einum tímanum áttum við að vinna verkefni tvö og tvo saman, og ég bað um að fá að vinna það með honum.
Í lok annar áttum við svo að skila því.
Á essum tíma kynntist ég Magga mjög vel og komst að því að þetta var rosalega gáfaður og skemmtilegur strákur.
Vinir mínir hættu flestir að tala við mig og kölluðu mig bara lúða og nörda, en mér var alveg sama.Ég hafði eignast besta vin sem ég gat fundið.

En hann var orðin frekar þunglyndur á öllu þessu einelti og erfiðleikunum heima við.
Svo kom að því að ég varð að flytja, pabbi vildi fá betri vinnu svo að við fluttum.
Ég vildi verða eftir og klára skólann en mamma leyfði það ekki.
Ég fór í nýjan skóla og eignaðist nýja vini, en gleymdi samt aldrei Magga.
Svo einn morgunninn þegar ég var að lesa dagblaðið sá ég þetta:

Drengur fremur sjálfsmorð á salerni skólans.

Ég varð stjörf, ég las alla fréttina og þetta var hann.
Þetta var Maggi,besti vinur minn sem framdi sjálfsmorð.
Ég grét og grét, vildi ekki trúa þessu.
Ég fór í jarðarförina og sá nokkra úr skólanum.

Nú sjá þau hversu illa einelti getur farið með fólk, hversu illa þau fóru með hann.
Nú fá foreldrar hans samviskubit, eða ætli þeim sé nákvæmlega sama?

Mér er ekki sama, mér þótti vænt um hann og hans verður saknað
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"