Dag einn þegar ég var að labba var ég laminn í hausinn, af einhverjum sem ég veit ekki hver var. En þegar ég fer að spá í það man ég að hann sagði “only in your wildest dreams,” og síðan hvarf hann inn í húsasund. Ég ligg í götunni um stund en stend síðan upp og dröslast eftir götunni eins og bytta, sem ég er ekki, og með dúndrandi hausverk. Þegar ég beygi fyrir hornið sé ég hvar tígrisdýr kemur gangandi með hatt og tekur að ofan og heilsar mér. Hvað í andskotanum hugsaði ég, og líka hvað var tígrisdýr að gera á Íslandi. En ég held áfram að ganga. Hélt bara að höggið hafi verið svo þungt. Síðan kem ég stíg og labba niður hann og út á tún og sé að minnsta kosti tugþúsund syngjandi Geirfugla undir leiðsögn Geirs vinar míns. Hann sem sagt stendur uppi á pall og er að sína fuglunum hvernig á að dansa ef mér skjöplast ekki, Maggarena. Maggarena, dó það ekki út hugsaði ég mér sálfum mér. Ég stend með opinn muninn og stari á Geir og fuglana. “Þeir eiga að vera útdauðir” hugsaði ég með mér en þarna stóðu mörg þúsund fuglar. Það var eitthvað bogið í þessu. Ég hleyp til Geirs sem var voða mikið að lifa sig inn í þetta allt saman, og spyr hann hvað hann væri eiginlega að gera. Og hvað gerist. Jú, hann svarar á fuglamáli. Þannig að ég varð mjög hræddur og hleyp niður götuna sem var hliðina á túninu. Ég var kannski búinn að hlaupa í eina eða tvær mínútur þá sé ég félaga minn, Styrmi koma svífandi niður götuna í hvítum kirtli, spilandi á fiðlu, sem ég vissi ekki að hann kynni á. Síðast þegar ég vissi var hann tóndaufur. Svo sem skiptir ekki máli þegar þarna var komið. Ég stoppa og bíð eftir honum og ætla að spyrja hann hvað væri í gangi. Og af hverju hann væri svífandi og líka hví hann væri að spila á fiðlu. En “samtalið” sem ég ætlaði að eiga við hann fór á þessa leið:
“ Hva, hva, hva er í gangi maður?” segi ég við hann eins og hann væri búinn missa vitið eða eitthvað í þá áttina.
“ Ég vissi að LSD léti mann fljúga,” ekkert að hlusta á mig , að spila ef mér misheyrðist ekki Stairway to heaven. Af hverju það. Hmm? Spurning sem ei verður svarað.
“ Af hverju ertu svífandi, í kufli og spilandi Zeppelin lag á fiðlu,” segi ég svo við hann eftir að hafa hlustað á hann söngla “There´s a felling i get, when i look to the west” og horfa á hann líta til austurs! Vitleysingur sem var svífandi og spilandi á fiðlu. What the fuck is going on. Var höggið svona þungt. Var ég byrjaður að sjá ofsjónir. Svo ég prófaði snerta Styrmi, var hann brennheitur. Hvað var í gangi. Best að hlaupa hugsa ég með mér og lít til vesturs og hleyp.
“ Sé þig félagi,” kalla ég til Styrmis og veifa til hans stóri bolvindu.
Hleyp ég þá burt í óðagoti en stansa eftir stutt hlaup. Þar sé ég eitthvað sem staðfesti að ég væri búinn að glata vitinu. Búálfa og tröll að dansa Riverdans. Síðast þegar ég viss áttu Búálfar heima á Írlandi og af hverju voru þeir að koma hingað upp á Ísland. Og það skrítna var að engum í kringum mig fannst þetta skrítið eða undarlegt, bara eins og þetta væri daglegt brauð eða eitthvað. Búalfar að dans Riverdans! Hvað er í gangi. Hvað var að gera annað en að HLAUPA!!!! Burtu frá brjáluðum írskum búálfum sem vilja kissa mann bara því þeir eru írskir. Gull pottur my ass! Best að hlaupa. En það er ekki hægt að hlaupa lengi án þess að rekast á einhvern á þessu focking landi. Og hver var það. Kristmundur kunningi minn sem stóð og horfði upp í loftið eins og eitthvað væri þar að sjá. Ég heilsaði honum og hann spratt allur við og byrjaði að tala við mig á fullu.
“ Hey hvað er að gerast,” segir hann
“ Ég held að ég sé að fara yfir um maður. Geir var að kenna Geirfuglum sem eru útdauðir Maggarena sem er líka útdautt, og Styrmir sveif og var að spila fiðlu. Hann sagði líka að LSD væri að virka. Hvað er að gerast?
“ Guð hreyfir sig á undarlegan hátt. Líttu á skýin. Þau eru full af leyndardómum. Leyndardómum lífsins.
“ Drengur, það er alskígjað, svo þú getur ekki séð leyndardóma lífsins. Og síðan hvenær varðst þú svona trúaður.
“ Drottin nær til manns á undraverðan hátt vinur minn.”
“ Hvað!!”
“ Sjáðu hvernig sólin skín beint ofan á okkur.” Og í þeim töluðu orðum heyrðist í himneskum kór og hann var tekinn upp til himna. Það var þá sem ég vissi að ég væri búinn að missa vitið. Og þegar hann var horfinn upp í skýin þá kom gusa yfir mig af vatni. Sem var örugglega mesti léttir lífs míns, því það fyrsta sem ég sá var Kristmundur, og hann sagði það sem ég vildi heyra.
“ Hvað í helvítinu kom fyrir, helvískur, ” eins og honum var líkt.
“ Ég hef ekki hugmynd um það. Ég sá menn fljúga, fugla og álfa dansa og allt í þá áttina.”
“ Ég er ekki hissa.”
“ Nú?”
“ Ég var að labba fyrir hornið, og sá Dóra Drumb, með drumb hlaupa í burtu frá þér. Hann hafði greinilega barið þig niður, eða eitthvað.”
“ Svo það var hann sem sló mig niður. Aha. Merkilegt. “
“ Ég herði líka helvítið segja að hann gætti flogið því LSD væri að virka. Hann sagði líka, blessaðir Búálfar, hæ Geirfuglar og hey fiðla, og fór að spila á drumbin eins og fiðlu.”
“ Ok. En af hverju að berja mig niður.”
“ Ekki hugmynd. Bara búinn að tapa sér eða eitthvað. “
“ Kannski það. Ok hjálpaðu mér á fætur.”
“ Svona maður. Ok komdu förum eitthvað annað. “
“ Glaður til að gera það. Komdu.” Og með þeim orðum gengu við sömu leið og ég fór í, hverju svo sem þetta var.
Ég mun ekki láta kúa mig af fíflum heimsins. Og ég veit að ég stafset ekki vel.