Alltí lagi, ég veit ekkert hvort að þessi saga passar hér inn, en ég veit ekki hvar annarsstaðar ég ætti að setja hana. Hún er byggð á sannsögulegum atburðum en ég ætla að breyta nöfnunum ;) Sagan gerist þegar ég og vinkonur mínar fórum upp í sumarbústað á Þingvöllum í afmæli hjá vinkonu okkar!


Ég, Álfheiður, Magga og Sara fórum niður að Þingvallavatni þegar stutt var að við legðum af stað í bæinn. Við vorum að fara að vaða í síðasta sinn. Sara og ég fundum prik og reyndum að láta þá leika göngustafi því að steinarnir voru mega sleipir. Magga og Álfheiður töldu sig víst ekki þurfa neitt prik. Við fórum fljótlega upp úr því að vatnið var hrollkalt, Álfheiður lét sig samt hafa það og óð lengra útí. Þar kom hún að stórum extra sleipum steinum og í rauninni hefði hún átt að snúa við þá en einhvern veginn komst hún yfir þett og stökk að lokum upp á stein sem stóð uppúr vatninu svona 10 metrum frá okkur sem stóðum í fjöruborðinu og horfðum á. Álfheimður virtist skemmta sér ágætlega þarna en varð svo fljótt einmana og ætlaði til baka. Eftir nokkrar sekúndur komst hún að því að hún þorði ekki með nokkru móti að hreyfa sig. Vinstra megin við hana var 1 metra djúp hola. Hægra meginn hvasst eggjagrjót og fyrir framan hana stóru sleipu steinarnir. Til að bjarga þesu almennilega varð ég náttúrulega að reyna að gera eitthvað enda ekki um margar manneskjur að velja þar sem Sara lá í hláturskasti og Möggu fannst vatnið of kalt! SVo að ég rendi prikinu (göngustafnum :P) til hennar, Álfheiður vildi ekki sjá það. Hversu skrítið sem það virtist horfðum við nú á mesta sprelligosa aldrarinnar sem maður sá aldrei gráta brynna músum. Á endanum þegar Guðrún (afmælisbarnið) og hinar stelpurnar og mamma hennar voru komin til að reka á eftir telpugreyinu þá óð ég út í að steininum og lokkaði Álfheiði með mér í land. Eftir s´mastund var henni holað inn í bíl í náttfötunum (hin fötin voru blaut) og afmælið keyrði heim á leið.


Þetta virðist alveg örugglega ekki fyndið frá ykkar sjónarhorni en við liggjum í kasti yfir þessu enn þann dag í dag! Endurtek að ég vildi koma þessu frá mér en vissi ekki hvar ég ætti að setja þetta :P

vona að þetta verði ekki drullað niður með ljótum commentum :)

kv. SiggaGrange