Ég trúði þessu ekki. Ég bara ætlaði ekki að trúa þessu. Hvernig gat þetta eiginlega gerst? Hvernig gat þetta gerst fyrir mig? Ég var á toppi ferilsins míns, allt var fullkomið. Ég átti yndislega eiginmann, draumahúsið, hund og einnig barn. Þetta var hinn fullkomni Ameríski draumur.
Ætlunin var að flytjast af landi brott til einmitt Ameríku, eftir þessa lokatónleika mína sem áttu að vera þeir bestu á öllum ferli mínu. En hvað gerðist? Jú, einmitt á hápunkti syngarinnar, missti ég gullfallegu röddina mína.
Leikhúsið var yfirfullt af fólki sem varð vitni af missi mínum.
Hún bara hvarf, fauk eitthvert út buskann og kvaddi ekki einu sinni. Röddin sem hafði fylgt mér frá barnæsku.
Röddin hafði ávallt verið helsti kosturinn við mig, það sagðu hún mamma sáluga einmitt. Hún sagði að það væri það eina góða við mig. Hún varð einmitt samferða röddinni, gaf upp öndina á nákvæmlega sama tíma og röddin ákvað að yfirgefa mig. Ég sá mun meira eftir röddinni, heldur en þessari gömlu herfu og það sem mér sárnaði einna mest var að ég gat ekki kvatt hana með hæðnishrópum.
Maður minn yfirgaf mig á þessari sömu nóttu og fékk foræðið yfir barninu og hundinum. Ég gat ekki tjáð mig um það og bar sorg mína í hljóði.
Húsið var tekið af mér og ég fékk að dúsa í skuggalegu húsasundi með míglekt dagblað yfir mig, sem einskonar sæng.
Ég vissi að líf mitt var búið og ferillinn minn var á enda komin og röddinni….
bölvaði ég í hljóði.
Rosa Novella