ég sit í hálfmyrkvuðu herberginu og horfi á þig sofa.
Þú sefur eins og varnarlaust barn, liggur í fósturstellingu með hálfopinn muninn, það vantar bara að þú sygir á þér þumalinn.
með hverjum andardrætti þínum átta ég mig betur á því hvað ég elska þig mikið.
ég rifja upp spurningu frá frænku minni… elskaru hann það mikið að þú myndir hlaupa inn í brennandi hús til að bjarga honum ef helmings líkur væru á því að þú myndir deyja við það?
Já, hugsa ég, fyrir þig myndi ég gera allt, ég myndi fórna öllu svo við getum verið saman. ég horfi á þig sofa og vona að enginn sjái mig því eigi leyna augu ef ann kona manni eins og þeir segja.
Augu mín fyllast tárum því ég veit þú vilt mig ekki aftur, þú hentir mér í burtu eins og umbúðum af einhverri neytendavænni vöru.
eftir allt sem við vorum búin að gera saman, aftir öll skiptin sem þú sagðist elska mig þá hrintiru mér frá þér, allt í einu og upp úr þurru og eftir lá ég sár og skilningsvana.
Ég lá uppi í rúmi og grét í margar vikur, ég borðaði ekkert og grenntist um 5 kíló á einni viku.
því þú varst ekki sá sem ég þekkti lengur, þú hafðir breyst, horfðir á mig kaldur og sagðir mér frá öllum stelpunum sem þú hafðir kysst á meðan við vorum saman og öllum stelpunum sem þú hafðir sofið hjá á meðan við vorum saman og ég grét.
Ég grét því þú varst ekki maðurinn sem ég þekkti lengur, hafði ég einhvern tímann þekkt þig?
Þú varst svo illgjarn, sagðir mér hvað ég væri ömurleg og að þú hafir aldrei elskað mig í raun.
Ég horfði á þig sljóum augum og spurði: af hverju, af hverju varstu með mér á hverjum degi? af hverju hlóstu með mér og gréstu?
Hann svaraði engu, hrofði bara á mig köldum augum og sagði: þú varst orðin of mikið vesen.
Svo lét hann mig hafa allt dótið sem ég hafði hjá honum og labbaði burt.


Ég loka augunum og þurka burt tárin stend upp og beygi mig yfir þig og nýju konuna þína og kyssi þig létt á varirnar.
sama hvað þú gerðir á ég alltaf eftir að elska þig, sama hvar þú ert og hvað þú gerir.
Ég rölti rólega útúr húsinu og keyri heim.
Ég leggst upp í rúm og maðurinn minn spyr hvar ég var, ég hef fátt um svör og segist bara hafa verið útí bíltúr.
Hann elskar mig, og mér þykir leitt að geta ekki endurgoldið þá ást að fullu því það er alltaf eitthvað tóm í hjarta mér það vantar þig til að fylla það upp….. því er ég tóm í húsi sem ég elska ekki með manni sem ég elska ekki og hugsa um þig.
cecilie darlin