Herra Hollur



Einu sinni fyrir langa, langa löngu var maður.
Hann hét Hollur og átti heima í Nammilandi.
Í Nammilandi voru húsin úr rjómabollum
og ljósastaurarir úr sykurstöngum.
Nema húsið hanns Holls.
Hann bjó í húsi úr epli og ljósastaurinn fyrir framan var úr gulrót.
Hann borðaði bara hollan mat á meðan allir aðrir borðuðu nammi
í hvert mál.
Það var enginn hollur matur í búðunum.
Hann þurfti að rækta hann sjálfur. En yfir þessum sæta bæ
Gnæfði stór, stór lakkríshöll. Þar bjó lakkrískóngurinn.
Hann var vondur. Hann lét oft eyðileggja garðinn hanns Holls.
Hollur átti enga vini af því að allir borðuðu nammi nema hann.
Hann var alltaf einn heima. Hann hafði mjög mikið að gera.
Hann þurfti að sjá um garðin sinn og sjálfan sig,
en þess á milli hugsaði hann um prinssessuna, dóttur lakkrískóngsins.
Hún var fangi í dýflissu föður síns af því hún smakkaði grænmeti.
Einn daginn áhvað hann að bjarga prinssessuni.
Hann tók brauð og bjó til sög.
Hann læddist að höllinni að nóttu til og sagaði rimlana.
Prinssessan hljóp til hans og faðmaði hann.
Þau fóru heim til Holls fengu sér grænmeti og ávexti
og burstuðu tennurnar.
Daginn eftir fóru þau í morgungöngu.
Á göngunni sáu þau fullt af fólki.
Það sagðioftast “æ, æ, æ,, mér er illt í tönnunum.
Það hafði borðað allt of mikið nammi.
En Holli og prinsessuni varð ekki illt í tönnunum
Af því að þau borðuðu hollan mat og burstuðu tennurnar kvölds og morgna alla daga vikunar.





PS: Þetta er eftir mig (lovisafj)
og Rebekku(rebekka123)