Mig langar svo í appelsínu að ég er að deyja. Ég ætla út í búð og kaupa mér eina appelsínu. Á ber margt fyrir augu mín, sé mann hjóla, bílar þjóta hjá, fuglarnir syngja og krakkar að leik.
Þegar ég geng inn í litlu búðina, var þungt loft næstum kæfandi. Bubbi hljómaði um litlu búðina.
Ég geng að appelsínunum og vel mér eina. ,,Halló“, heyri ég einhvern segi, sný mér við en sé engann í kringum mig. Hver var þetta??? ,,Halló hérna niðri.” Segir litla röddin aftur. Ég lít á appelsínuna í hendi mér, og sé að það er hún sem er að tala við mig. ,,Halló, segi ég, geturu talað?“ Og appelsínan svarar:,,Já, já, við getum öll talað hérna í búðinni, nema þær vörur sem eru dauðar.”
Ég sný mér við og sé að flest allar vörurnar inní litlu búðinni eru komin með augu og munn, þær horfa á mig, og brosa.
Appelsínan byrjaði að tala aftur:,,Ekki kaupa mig, góði maður, ég er ennþá lifandi og ég vil ekki deyja strax, fáðu þér banana í staðinn.“ Ég læt appelsínuna frá mér og tek upp einn banana. Ég ákvað að spyrja í þetta skipti og sagði við bananann:,,Heyrðu, banani má ég borða þig?” Og bananinn svaraði:,,Nei, ekki borða mig, ég er alltof ungur. Fáðu þér tómat í staðinn.“
Ég læt bananann frá mér og tek upp tómat og spyr hann hvort ég megi borða hann. Og tómaturinn svarar:,,Nei, þú mátt ekki borða mig, ég er ennþá hreinn sveinn, gerðu það fáðu þér tómatsósu í staðinn.” Svo ég legg tómatinn frá mér og labba að tómatsósunni.
Ég tek upp tómatsósuna og spyr hana hvort ég megi borða hana. Ég bíð eftir svari í 5 mínútur. Þá reyni ég að hrista hana til, talaði aftur við hana og að lokum henti ég henni í gólfið og sparkaði í hana. Ég tók tómatsósuna aftur upp og reyndi að fá hana til þess að svara mér. Ekkert svar. Lítil tómatsósa segir við mig:,,Aumingja tómatsósan, hún var sofandi en þú drapst hana.“
Ég fæ samviskubit, allt grænmetið, allt kjötið og allar aðrar vörur horfa á mig og segja í einum kór:,,Þú drapst hana, þú drapst hana, hvernig gastu drepið sofandi tómatsósu?” Ég þoldi þetta ekki, allar þessar ásakanir. Ég reyni að segja þeim að ég vissi ekki, en þau horfa öll á mig með ásökunaraugum. Ég þoli þetta ekki lengur og hleyp út. Ég heyri öskrin í afgreiðslukonunni. Hún hlýtur að hafa fundið dauðu tómatsósuna.
Úti finnst mér eins og allir viti hvað ég hef gert. Að allir séu að horfa á mig. Samviskubitið nagar mig. Ég verð að gefa mig fram.
Ég fer út á næstu löggustöð, ég hleyp og hleyp þar til ég kem þangað. Er móður og másandi og segi við lögguna:,,Ég verð að gefa mig fram, ég hef framið ófyrirgefanlegan glæp.“
Lögregluþjónninn biður mig um að koma með sér inn í eitt herbergið. Hann kveikir á upptökutæki og segir svo:,,Segðu nú frá hvað þú hefur gert sem er svo hræðilegt.”
Ég horfi á hann tómum augum. Tár rennur niður vanga minn og með kökkinn í hálsinum segi ég við lögregluþjóninn:,,Mig langaði bara í appelsínu. Bara eina litla appelsínu. En hún vildi ekki deyja svo að ég ætlaði að fá mér tómatsósuna. Ég reyndi að fá hana til að svara mér, en hún svaraði aldrei. Ég vissi ekki að hún væri bara sofandi. Ég á skilið að deyja. Því ég hef drepið saklausa tómatsósu sem vildi aðeins sofa."

spotta/01