Það var rok. Rok sem að enginn gat gleymt. Ef einhver ætlaði að reyna það þá pompaði það strax upp í heilan aftur. Þertta var alger fellibylur. Það komu margir til mín þann dag. Fólk. Stórt fólk, lítið fólk, hrætt fólk og hissa fólk. Ég er engill. Ég heiti Sóló. Það var ekki ég sem að ákvað nafnið mitt. Það var ekki heldur mamma. Ég hef aldrei átt neina mömmu. Ég hef verið maður. Ég dó þegar að ég var átta ára gamall. Það var krabbamein. Ég var munaðarleysingi. Við áttum okkur öll leyninöfn. Við vorum alltaf kölluð þessum leyninöfnum. Okkur fannst það gaman. Á endanum festist það svo vel við okkur að það fór að mást úr minni okkar hvað við hétum í alvöru. Ég var Sóló. Selló var uppáhalds hljóðfærið mitt og orðið sóló er dáldið líkt því svo ég kalla mig það. Það var nefnilega einn strákurinn sem hét Selló. Ég átti eitt þannig sem að mér þótti ofboðslega vænt um. Englar eldast ekki. Við fillumst af fróðleik og visku. En við erum alltaf jafn gömul eða ung. Það er aldurstakmark til að verða engill. Maður verður að vera orðinn tíu ára. Ég veit ekki af hverju mér var hleypt inn. Það eru ekki allir sem geta orðið englar. Sumir verða púkar en aðrir endurfæðast. Það er langbest að verða að engli, held ég. Það er mjög slæmt að verða að púka, held ég. Það hlítur að vera góð reynsla að fæðast aftur, held ég. En því miður þá man maður ekki neitt frá því í fyrra lífi, held ég. Æðsti engillinn segir að ég hafi verið svo rosalega góður og skilningsríkur að hann hleypti mér bara inn. Það var árið 1918. Margt hefur breyst. Nú er 21. öldin komin en hin liðin hjá. Æðsti engillinn vill gera mig að verndarengli. Á þess augnabliki er lítil stelpa að koma í heiminn. Æðsti engillinn segir að ég eigi að gæta hennar. Mamma hennar og pabbi eiga eftir að deyja í flugslysi efir þrjú ár og þá á ég að hugsa eins vel um hana og ég get. Enginn má vita að hún sé með engill hjá sér. Enginn má vita nema hún. Ég er ósýnilegur að mestu. Ég get ekki borðað, né fundið fyrir mjúkri og hlýlegri snertingu. Ég sakna þess oft að geta ekkert snert eða fundið fyrir því þegar að aðrir snerta mig. En ég er samt mjög heppinn. Ég get nefnilega hleyið og grátið. En ég má ekki vera að því að spjalla. Ég á að vera kominn á spítalann. Ég þarf að halda í höndina á stelpunni. Börn sem að eiga verndar engil gráta ekki oft. Þau hafa heldur enga ástæðu til. Englarnir halda þeim glöðum. Þið getið því ímindað ykkur hve fáir eiga verndar engil. Og hve mikill heiður það er að vera einn slíkur. En ég þarf að fara. Við englarnir erum hátækniþróaðri en við virðumst vera. Við höfum okkar bíla og strætisagna. Þótt þeir séu öðruvísi en á jörðinni þá eru þeir álíka góðir. Við englarnir erum líka…. ég verð að fara. Strætóinn er kominn. Við getum sést seinna.
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*