Því var loksins lokið, handritinu sem átti eftir að breyta öllu. Ég hafði unnið að því myrkrana á milli í marga mánuði núna, og eftir nokkurra daga fínpússun, var því lokið.
Ég fékk hugmyndina þegar ég og konan eyddum tveim vikum saman í sumarbústað í Dalsýslu. Í sjálfu sér er söguþráðurinn ekkert merkilegur. Þetta er um miðaldra mann sem hefur verið giftur sömu konunni í tuttugu ár. Þessi maður er gull af manni, hefur aldrei gert neinum neitt og alltaf staðið við sitt. Málið er, að hann er giftur skessu af konu. Og ekki nóg með það, heldur á hann fjögur börn, flest uppkomin, sem voru sí sníkjandi af honum það sem eftir var af ekkert merkilegum launum. Jú, og auðvitað var það yfirmaðurinn í vinnunni, sem lét aumingja manninn ekki í friði. Óskiljanlegt hvernig sumt fólk getur látið, ætti bara að leyfa fólki að vinna sína vinnu, og vera ánægt með að það gerir það vel!
Einn daginn, eftir langan dag, kemur maðurinn heim og tekur eftir því að eitthvað er breytt. Til að byrja með náði hann ekki alveg að setja puttann á hvað það var sem hafði breyst, það var ekki fyrr en eftir matinn að hann fattaði það. Konan hans hafði eldað nákvæmlega það sem hann bað hana um daginn áður, hún hafði ekki tuðað yfir garðinum, ekki sagt orð yfir matarborðinu, og boðið honum að fá sér einn kaldann og horfa á boltann meðan hún vaskaði upp. Þetta var sem kraftaverk
En þetta endaði ekki þarna. Næsta dag þegar hann mætti í vinnu bauð yfirmaður hans honum launahækkun, hrósaði honum fyrir vel unnin störf, og lét hann svo alveg vera það sem eftir leið viku.
Mánuðir liðu og konan og yfirmaðurinn héldu áfram að vera yndisleg. Maðurinn tók skyndilega eftir að veskið var búið að fitna al verulega, launahækkunin ein gat ekki skýrt þetta. Og þá fattaði hann það, krakkarnir voru stein hættir að sníkja af honum pening! Já, gott handrit sem ég skrifaði um þennan góða mann.
Ég lét gera sex eintök af handritinu og ákvað að drífa í því að láta það frá mér. Ég gat ekki hætt að brosa af endurvæntingu! Ég kom heim og sá að konan mín var að elda matinn. Ég rétti henni eintak af handritinu.
“Gjörðu svo vel elskan mín, ef þú lest þetta handrit, hef ég á tilfinningunni að líf okkar eigi eftir að batna til muna! Þitt hlutverk byrjar á blaðsíðu þrjátíu.”
Og ég opnaði mér bjór og settist fyrir framan sjónvarpið og horfði á boltann. Ef fólk gerir ekki það sem þú vilt, sýndu því þá hvernig það getur gert það.

Endi