Ég horfi yfir borgina, það er að koma morgunn.
Sólinn er að koma upp yfir toppin á stórhýsunum fyrir framan mig, það er soldið kallt, en mér er samt ekki kallt, skrítið því að samkvæmt öllu ætti mér að vera það.
Kannski að ég sé búin að stíga það hátt fyrir ofan mörk eðlileikans að ég sé farinn að storka nátturulögmálunum.
Hver veit.
Ég nenni ekki að spá í því..
Gufan úr andardrættinum lísist öll upp þegar morgun geislar sólarinnar lísa í gegnum hana.
Ég horfi á hendina og sárið er skemtilega lítið miðað við blóðið sem rennur úr því, það blandast samann furðu vel við svita perlurnar,sem þekja hendina og afganginn af sínilegu holdinu.
Ég glansa allur, rauðleitur svita glansi sem kemur þegar sólinn geislar á blóðsvita dropana.
Sígarettan sem ég er með í hendinni er hálfbrunnin upp..
Furðulegt hvað maður gerir mikið til að losna úr fjötrum eðlileikans og þvingunar og kúgunar og ég get ekki hætt að reykja…
Ég er eins og kalvin klein model sem hefur lent á sadískum ljósmyndara.
Marrið í viftunum sem keyra loftræstinguna á bakvið mig ómar í eyrunum og ég undra hversu friðsamlegt það er þrátt fyrir það,
það er kannski bara eitthvað nostalgíulegt við að sitja í sólstól á þakinu á 20 hæða byggingu. Kl 6 á merkilegasta sólahring lífs míns.
Ég segji ekki kannski merkilegasta, ég hef átt ansi skrautlegar og merkilegar stundir á síðustu mánuðum… en það má kannski segja að síðust 24 klst hafi verið þær viðburðar ríkustu…
Þetta er röndóttur sólstóll, með tau setu,,, sona stóll sem er hægt að brjóta saman, hann er ekkert sérstaklega þæginlegur, en það er einhverneginn ekki það merkilega við hann..
Ég hugsa, hver ætli að hafi komið með hann hingað, kannski var það húsvöðrurinn.. sem er búinn að vera baxa hérna síðastliðin tuttugu ár, eða kannski þreittur skrifstofu maður..
Hver veit.
Það er annar stóll hérna við hliðina á mér, hann er allveg eins og þessi, en ekki eins illa farinn ekki eins skakkur..
Ég skil ekki hversvegna ég settist ekki í hann..
Það er furðulegt að það eru bara tveir stólar hér miðað við að það eru ábiggilga tvö til þrjú þúsund manns sem vinna hér undir mér..
Ætli að séu svona stólar á toppnum á byggingunum fyrir neðan mig.
Hver veit.
Kannski að þetta hafi verið afdrep þeirra sem vinna hér, kannski leinistaður tveggja elskhuga ..
Að hugsa sér að dröslast með þessa stóla hingað upp, að standa í lyftuni með tvo sólstóla og tíu jakkaklæddum lögfræðingum.
Skemmtileg tilhugsun að einhver hafi þorað því á vinnustað þar sem allt er bigt á áliti annara, að passa inn í hópinn..
Það er furðulegt hvað svo litið sem tveir bjagaðir sólstólar geta skipt mann máli, kannski er þetta bara þreitan að tala.. hver veit..
Ég hugsa til baka, um allt sem hefur gert þessa mánuði og þessi ár sem ég hef þraukað.
Að allt sem ég hef gert, og allt sem hefur gerst taki nýa breitingu eftir aðeins fimm mínutur…
Fimm litlar mínutur…
Þá fæðumst við upp á nýtt…
Og allt það sem við þekkjum breitist á ný…
En hvernig get ég sagt ykkur frá því…?
Til þess þarf ég að byrja á byrjuninni…
Guð skapaði mannin í sinni eigin mynd, við höfum endurgoldið honum greiðann.