Þetta er saga sem ég skrifaði fyrir skólann um daginn og ég ákvað að senda hana hérna inn að sjá hvernig viðtökur hún fær.

E.s. við áttum að skrifa ástarsögu og ég er ekki beint góður í því!
_________________________________________________ ______________

Vindurinn nauðaði fyrir utan gluggann á einmanalegu herbergi Dagbjartar.
Hún horfði út um gluggann döpur í bragði og fann hvernig sorgin hafði heltekið hana.
Um þessar mundir fann hún ekki jákvæðan hlut í lífi sínu.
Hún hafði rifist við pabba sinn fyrr um kvöldið, kærastinn hennar hann Davíð hætti með henni daginn áður og hún var orðin metnaðarminni í sambandi við skólann, sem olli því að einkunnirnar hennar fóru hríðlækkandi.
Dagbjört var mjög sár út í Davíð. Hún hélt að hann hefði verið jafn hrifinn af henni og hún af honum, en svo þegar hann var hjá henni vildi hann að þau yrðu “nánari”, en hún sagðist ekki vera tilbúin.
Þá sagði hann að hann nennti ekki að vera með svona óþroskaðri stelpu og fór burt.
„Af hverju eru strákar svona mikil svín ?“, hugsaði hún.
„Er til sá eini sanni? Er til heiðvirður strákur yfir höfuð?“.
Dagbjört var djúpt hugsi þegar bankað var á hurðina.
Hún þerraði burt tárin og spurði hver væri. „Pabbi“ var þá svarað kunnuglegri röddu.
Hún gekk að hurðinni og hleypti föður sínum inn.
Þau töluðust saman heillengi. Dagbjörtu fannst alltaf gott að tala við pabba sinn.
Hann var með svo þægilega rödd, dimm en ljúf.
Jafnvel þótt þau hefðu verið að rífast fyrir stuttu tókst honum að hughreysta hana.
Dagbjört var 14 ára ljóshærð stúlka úr Garðabæ. Tvær bestu vinkonur hennar hétu Bryndís og Katrín.
Daginn eftir í skólanum var Katrín hálf óörugg. Hún vissi ekki hvort hún ætti að fara að við Davíð eða ekki. Í fyrstu frímínutunum ákvað hún svo að fara að tala við Davíð.
Hún gekk að borðinu þar sem hann sat ásamt Eiríki besta vini sínum og hinum 9. bekkingunum og byrjaði að tala við hann.
„Hæ. Nenniru aðeins að tala við mig?“, spurði hún.
„Nei. Ég er hættur með þér farðu.“, svaraði Davíð þá, meðan hinir strákarnir hlógu.
Dagbjört varð sár og reyndi að tárast ekki meðan hún labbaði út úr matsalnum.
Seinna um daginn þegar hún var komin heim til sín kallaði mamma hennar á Dagbjörtu og sagði að það væri strákur í dyrunum.
„Hvað vill asninn núna?“, hugsaði hún.
Þegar hún kom að útidyrahurðinni sá hún sér til furðu Eirík standa í dyrunum.
Eiríkur heilsaði henni og bað hana afsökunar á framferði Davíðs í matarhléinu.
Dagbjört þakkaði honum fyrir og spurði hann af hverju hann væri að hanga með gaur eins og Davíð. Þá sagðist hann ætla að hætta að vera með honum útaf því sem hann gerði í dag.
Dagbjört var furðulostin. Ætlaði Eiríkur að hætta að vera með besta vini sínum bara útaf því að hann hefði komið illa fram við sig?
Hún starði á hann. Hún tók allt í einu hvað hann var fallega blá augu. Hann var ljóshærður hávaxinn og með blá augu.
Hún hafði aldrei litið hann þessum augum áður. Hún bauð honum upp í herbergi með sér, sem hann þáði. Þau töluðu saman í tímunum saman og allt í einu fann Dagbjört löngun til að tengjast honum líkamlega, hún fann að hún var tilbúin.
Hún spurði Eirík hvort að hann vildi njóta ásta með henni. Þá spurði hann hana hvort hún væri tilbúin til þess. Dagbjört sagði að hún væri það.

Í skólanum næsta dag var Dagbjört alsæl. Í matarhléinu gekk hún að borði 9. bekkjarstrákanna.
Er hún kemur að borðinu sér hún að Davíð lítur á hana.
„Hæ.“, segir hún. „Sagði ég þér ekki að ég vildi ekkert með þig hafa?“, spyr þá Davíð.
Dagbjört segir þá glöð í bragði: „Ég kom nú reyndar til að hitta Eirík!“.
Svo labba þau út úr matsalnum saman og hugsar Dagbjört: „Það eru þá til heiðvirðir strákar eftir allt saman og svo sannarlega sá eini rétti!“.
„The dreams in which I´m dying are the best I´ve ever had.“ - Mad World