4 Kafli -
Glaðsannsar.
Þegar við komum að bæ Glaðsannsanna tóku mörg brosandi andlit á móti okkur. Margir buðu okkur í kaffi og aðrir í kvöldmat og enn aðrir buðu okkur að koma heim til sín og spila kúluspil.
Við afþökkuðum öll boð, tjölduðum og fórum að sofa.
Þegar við vöknuðum buðu Glaðsannsarnir okkur í morgunkaffi og morgunmat.
Við borðuðum, þökkuðum fyrir okkur og lögðum í hann.
Nokkrir Glaðsannsanna ætluðu að fylgja okkur að ömurlega stiganum og lélegu brúnni. Þar ætluðu þeir að fara.
Glaðsannsarnir sem fylgdu okkkur hétu: Glaður, Ánægður og Brosmildur. Þetta voru allra hugrökkustu Glaðsannsarnir, af því að allir Glaðsannsar forðuðust skuggaverur og héldu sig innan veggja Glaðamúrsins.






Þegar við vorum hálfnuð fengu Glaður, Ánægður og Brosmildur skilaboð með dúfu um að Illsannsar hefðu ráðist inn í Glaðsannsabæinn og ætluðu að hertaka bæðinn. Við sögðumst auðvitað vilja hjálpa svo að við snerum við í áttina að bæ Glaðsannsa.
Við vorum fljót að Glaðamúrnum og nú hófst bardaginn.
5 Kafli -
Te og kökur.

„Hjálp!! Mikki Hjálp!!“ kallaði ég, af því að 5 Illsannsar höfðu umkringt mig. Af svipnum að dæma voru þeir líklegir til að berja mig til bana.
Mikki kastaði til mín spýtu svo ég gæti varið mig.







Ég barði af alefli frá mér spýtan lenti beint í maganum á einum Illsannsanum, en honum virtist líka það vel. Þá kallaði Mikki til mín, „vertu góð við þá, þeim líkar það ekki, af því þeir eru of vondir til að geta verið góðir.“
Mér fannst þetta mjög skrítið ráð en ég sagði samt.
„Má ekki bjóða þér í te og kökur? Ég á líka nuddpott og þú mátt nota hann.“
Illsannsinn virtist skelfdur og tók svo á rás og öskraði.
„Hún er góð!!! Hún er góð!!!!“






Margir Illsannsar hlupu í burtu en aðrir höfðu augljóslega ekki heyrt í honum svo að við byrjuðum að bjóða Illsönnsum í te og kökur og á endanum var enginn Illsannsi eftir.
Við sváfum í bænum þessa nótt og nutum þess að fá nýbakað brauð og heitt kakó í síðasta sinn í langan tíma, af því nú var komið að ferðinni miklu.
I wanna see you SMILE!