Leynifélagið
Einu sinni voru fimm stelpur sem hétu Stína, Ella, Rúna, Begga og Halla. Þær voru 10 ára og voru allar í sama bekk. Einn daginn ákváðu þær að stofna leynifélag. Eftir skóla fóru þær heim til Beggu til að ákveða allt um leynifélagið. Fyrst settust þær niður í hring til að tala saman um hvað leynifélagið ætti að heita. Ellu datt í hug að þær myndu allar finna upp orð sem byrjar á fyrsta stafnum í nafninu þeirra . Stína sagði „skór”, Ella sagði „emjar” , Rúna sagði „rosalega” , Begga sagði „brúnum” og Halla sagði „hanskar”. Þær settu orðin saman og út kom „skór emjar rosalega í brúnum hanska”. Þær fóru allar að hlæja því þetta var fyndið nafn. Næst var að ákveða reglurnar.
1.regla: Bannað að segja frá leynifélaginu.
2.regla: Verður að mæta á alla leynifundi og láta vita ef maður kemst ekki.
3.regla: Allir verða að vera vinir og það er bannað að fara í fýlu.
4.regla: Fundirnir eiga að vera þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum.
Fyrsti fundurinn var haldinn í Maríuhelli í Heiðmörk daginn eftir. Þær hittust allar á hjóli á leikvellinum klukkan 15.00 og hjóluðu upp í Heiðmörk. Rúna var með bakpoka sem í voru vasaljós, nesti, stílabók og penni. Þegar þær nálguðust Maríuhelli sáu þær rútu og fullt af fólki sem var að skoða hellinn. Þær fóru í felur og ákváðu að bíða eftir að fólkið færi. Þær biðu og biðu og loks klukkan 19.00 sáu þær fólkið koma upp úr hellinum. Heima hjá stelpunum var allt að verða vitlaust því þær höfðu gleymt að segja frá að þær væru að fara. Foreldrar Stínu hringdu á lögregluna og hún hjálpaði til við leitina. Stelpurnar fóru ofan í Maríuhelli þegar allt fólkið var farið. Eftir að þær voru búnar að vera þar í svolítinn tíma að skrifa í leynibókina, tala saman og borða nestið sofnuðu þær allar. Þær vöknuðu daginn eftir og skildu ekkert hvar þær voru. Þá mundi Halla allt í einu að þær voru í Maríuhelli og voru orðnar of seinar í skólann. Þær fóru upp úr hellinum og sáu þá lögreglubíl. Löggan sá þær og keyrði til þeirra. Hún sagði stelpunum að drífa sig heim því þeirra væri sárt saknað. Svo hringdi löggan heim til allra foreldranna og sagði að þær væru fundnar. Þegar stelpurnar komu heim voru foreldrar þeirra glaðir að fá þær heilar á húfi heim. Þeir voru samt svolítið reiðir að þær hefðu gleymt að láta vita. Þær fóru ekki í skólann þennan dag.


Höf: Ásdís (Ég)