Hún stóð við gluggann. Ljósið var slökkt í herberginu en ljósið frá ljósastaurnum skein inn um gluggann. Hún leitaði að pilsinu sínu og labbaði svo út.
Þetta var í seinasta skipti sem ég hitti hana. Ég beið eftir henni á hverju kvöldi en aldrei kom hún.
Tíminn leið og ég kynntist Ásu. Ása var eins og nákvæm eftirmynd af stelpunni, en hún var ekki hún.
Ég og Ása giftum okkur í Dómskirkjunni í Reykjavík 10. júní sama ár. Í kirkjunni fannst mér eins og að ég hafði séð hana, af hverju sagði hún mér ekki nafnið sitt þessa örlagaríku nótt þegar hún hafði stormað inn í líf mitt og út aftur. Mig langaði til að hlaupa til hennar þar sem hún sat á aftasta bekk, eða var þetta ekki hún?
Ég stóð þarna við altarið og brúðarmarsinn byrjaði. Ása var falleg en ég elskaði hana ekki. Presturinn byrjaði athöfnina en mig langaði að snúa mér við og athuga hvort hún sæti þarna á aftasta bekk. Þegar athöfnin var búin og ég og Ása orðin hjón gengum við til baka. Ég leit á staðinn sem stelpan hafði setið en þar var enginn.
Tíminn leið og ég varð 25 ára. Ása hélt mér veislu. Allan tímann í veislunni hugsaði ég um stelpuna. Ég hugsaði um hana á hverjum degi en núna miklu meira. Af hverju? Jú, ég hitti hana á afmælinu mínu þegar ég varð 21 og strákarnir fóru með mér á barina. Fjögur ár eru liðin. Fjögur löng ár.
Ég og Ása ákváðum að eiga ekki börn fyrr en seinna, ég féllst á það með glöðu geði. Mig langar ekki að eiga börn með Ásu.
Ég fékk stöðuhækkun í vinnunni stuttu eftir afmælið mitt og núna var ég orðinn yfirmaður. Ég fékk að ákveða hverjir yrðu ráðnir og hverjir ekki. Starfið var fínt. Það var mikil vinna sem tók mikinn tíma. Þetta var þess vegna góð afsökun til að vera ekki heima hjá Ásu. Ég gat unnið næstum hvert kvöld frameftir. Svo fór ég núna oftar út af skemmta mér með strákunum. Kannski myndi ég sjá hana aftur. Ég vildi heldur ekki selja íbúðina sem allt gerðist í með stelpunni. Réttast sagt vildi ég ekki gleyma henni. Á endanum var Ása byrjuð að saka mig um að halda framhjá en ég sagði henni alltaf að svo væri ekki.
Einn dag í vinnunni átti að ráða nýjan ritara. Þrjár komu til greina, enginn strákur sótti um. Ég tók þær allar í viðtal. Sú fyrsta var fín. Mjög almennilega og kunni sitt fag. Önnur var hrikaleg. Allar þessar stafsetingarvillur. Svo gekk sú þriðja inn, ég fékk næstum því hjartaáfall. Þarna gekk hún inn stelpan sem ég hafði leitað af. Hún gekk inn og sagði: ,,Hæ, ég er kölluð Lísa”