Hann labbaði um einmanna götur janúarborgar og fann hvernig kuldinn hríslaðist yfir líkama sinn. En samt er enn þessi nístandi sársauki þó liðnir séu margir mánuðir, síðan heimur hans með henni endaði. Hún var sól hans í myrkri svefn hans í vöku guð hans í trúarleysi. En nú stendur hann einn frammi fyrir ósköpunum. Allt í einu rann það fyrir honum “ég verð að velja, hana eða eða frelsi” en hvernig getur maður valið á milli slíkra hluta þetta eru þeir hlutir sem okkur eru kærastir.
“ég er viss um að hún tekur mér aftur” hugsaði hann en hvernig átti hann að keppa við þá er voru að eiga við hana.
Þetta voru allt eldri gaurar með bílpróf, vín og sígarettur handa henni. En hann vissi samt að hún hafði elskað hann og að hann hafi elskað hana þrátt fyrir allt það sem að hann sagði um hana við vini sína þá var hún hans eina, hans eina ást, hans fyrsta. “Þetta hlýtur nú að fara að verða búið” hugsaði hann alltaf með sér en samt kom hún alltaf á kvöldin í draumum hans. Allt í einu var hringt í síma hans, hann hugsaði “hver getur þetta verið það hefur ekki verið hringt í mig í marga mánuði”. Það var kvennmanns rödd sem heilsaði….