Ég sit þarna aftarlega í strætóinum klesst uppvið gluggan. Ég er fegin að vera búin í skólanum og slaka bara á. Það eru ekki margir í strætóinum en samt þónokkrir. Ég horfi útum gluggan og fylgist með því þegar fólkið flæðir inn hvert af öðru. Sé ég ekki þá hana Lísu. Ohh, hún er svo mikill lúði… Hvað á ég eiginlega að gera? Það er of seint að fara að fela sig eitthvað. Ég sit bara þarna og þykist ekki sjá hana en íti mér neðar í sætið. Ég fylgist með henni ganga inn. Sjá klæðaðinn á henni. Hún er í rosa lopapeysu með munstri sem er ólýsanlega ljótt. Liturinn á peysunni gæti ekki verið meira appelsínugulur og gammósíurnar við köflótta pilsið pössuðu engan vegin saman. Svo er hún með risastóra húfu og það var eins og hún væri með ref á hausnum. Hún er í risastórum skóm af pabba sínum og þeir eru óreimaðir.
Ohh hún tók eftir mér!
Ég gat ímyndað mér þegar að hún myndi standa fyrir utan sætin sem ég sit í og segja hátt “HÆ SIGGA! MÁ ÉG SETJAST HJÁ ÞÉR!?” og án þess að ég fái að svara mundi hún setjast hjá mér..
Ég fylgist með henni en þegar ég horfi betur sé ég að hún er ekki ánægð á svipinn.. Hún sest ekki nálægt mér og hún segir ekki einu sinni hæ. Ég sá að hún tók eftir mér en hún sest frekar í sæti sem er ekkert svo langt frá mér en samt ekki oní mér. Ég hugsa snökkt og labba til hennar og segi “hæ Lísa, má ég setjast hjá þér?” og brosi vingjarnlega….