Hérna eru 3 örsögur sem fjalla allar um sömu stelpuna en eru allar skrifaðar á mismundandi tímum, eftir aðstæðum.

Fermingin

Um hana: Ég samdi hana fyrir stuttu þar sem ég er bráðum að fara fermast.

Hún leit niður á hvítu bandaskóna og nælonsokkana. Hún leit svo aftur upp á hnakkan á Írisi. Hárið á henni var dökkt og allt bundið upp en hún var með ljóst hár
og helmingin niðri.
Þetta varð að takast. Allur undibúningurinn og æfingarnar. Hún andaði djúpt að sér. Starði á hnakkan á Írisi. Tinna sem var við hliðinna á henni stappaði fætinum
í gólfið. Hún tók ekki eftir því. Hún var of einbeitt.
Svo komu prestarnir og bentu Baldri á að koma niður. Baldur var krossberinn svo hin eltu hann niður. Hún kreisti hart miðann sem hún var með í hendinni á henni.
Hún mátti ekki tína honum. Hún hélt líka fast í sálmabókina sem var merkt með nafni og fermingardag. Þ.e.

Eygló Dröfn Egilsdóttir
24. mars 2002

Kyrtillinn var fyrir henni og hún datt næstum á hinum 4 sinnum á leið inn í kirkjuna. Hún var ekki vön við svona síðum kirtlum. Hún var að vísu ekki vön við kritla
en hún hélt að hann væri minni. Sem betur fer datt hún ekki á leið inn í kirjuna. Þegar þau fóru í sætin sín settist hún við hliðinna á Írisi. Hjartað á henni var komið
niður í buxur. Hún var búin að bíða eftir þessum degi allt of lengi.


Eyðieyjan

Um hana: Þessa sögu gerði ég í tíma í 7 bekk og hún er ekki eftir aðstæðum heldur var verkefnið svona.. ;)

Hún settist upp. Brennandi heit sólin skein í augun á henni. Þegar hún var búin að átta sig leit hún í kringum sig. Hvar var hún? Svo mundi hún eftir bátnum, óveðrinu og
ókunna manninum. Hún sá að hún var alein á eyju. Hún var mjög lítil. Í hæsta lagi nógu stór fyrir 5 ef ekki 4 manneskjur. Einhver hlutur lá við hliðinna á henni. Þetta var
stór bakpoki. Hún lyfti honum upp. Hann var níðþungur.
,, Hvernig gat hann komist hingað öðruvísi en með báti.“ muldraði hún og lagði hann frá sér. Hún stóð upp. Flíspeysan var þung og alveg full af vatni. Hún klæddi sig úr henni
og hengdi hana upp á látt og varfærnislegt tré. Ljóst hárið var fullt af sandiog hárið var enn aðeins blautt. Hún tók tetjunna úr sér og þvoði hana í hafinu. Svo leit hún yfir
hafið. Hún sá ekkert nema haf. Engin bátur eða land. Það var ekki ský á himni. Henni fannst hún sjá brennheita sólina glotta og ota hamri í átt að henni. Hvernig átti hún að
verjast hitanum? Hún gat stokkið út í hafið og kælt sig en hún þorði því ekki því hún vissi ekki hvort það væri hvalir í því. Hún gæti líka klætt sig úr öllum fötunum en hún
vildi ekki taka áhættu um að það kæmi einhver bátur og hún sæti þarna allsnakin. Eina aðferðin vara að fara úr einu í einu og stinga því í hafið.

Fiðlan

Um hana: Þessi saga er skrifuð þegar ég fann þessar tvær og ákvað að hafa þetta sömu stelpuna ;)

Hún leit fúl á bogann. Hvernig voru þessi grip aftur. Hann hafði sýnt henni það. Og hvar átti hún að setja fingurnar? Margrar fleiri spurningar vöknuðu þar sem hún hélt um bogann
í einnu hendi og fiðluna í hinni. Hún var í of vondu skapi til þess að muna nokkurn skapaðan hlut af því sem kennarinn hafði kennt henni daginn áður. Þetta var alveg fáránlegt.
Afhverju stóð hún hér að pæla í þessari fiðlu. Hún leit út um gluggann. Það var rigning en alveg logn. Íris var þar með Gunna og Gunnu. Þau voru öll í regngöllum. Íris var greinilega
í nýjum. Hún var búin að monta sig yfir honum í viku. Hún átti líka nýjan regngalla, en mamma bannaði henni að fara út. Hún varð að æfa sig á fiðluna.
”Fiðla, uss,, mundlarði hún. “Hérna er gullið tækifæri til að fá að nota gallann og þá bannar mamma mér að fara út.,, Það hnussaði í henni og hún ullaði á fiðluna. Hún ullaði ekki til baka.
Hún vildi sleppa henni og láta hana detta í gólfið. Þá gæti hún sagt að fiðlan hafði ”óvart“ brotnað. En hún vissi að mamma yrði alveg spinni gal. Það yrði ekki jafn gaman. Kennarinn yrði
líka alveg spinni gal. En hún var alveg viss um að hann mundi ekki öskra. En mamma mundi eflaust ekki gera það. Hún mundi eflaust beita ÞÖGNINI! Hennar versta vopni.
Hún hristi þessar asnalegu hugasanir úr hausnum. Svo settti hún fiðluna attur í kassann.
”Búin,, kallaði hún fram til mömmu á meðan hún klæddi sig í regngallann.