Þessi atburður átti sér stað 4.desember 2003.
Ég vakna.  Stend upp.  Klóra mér á augunum sem trufla mig ávallt á 
morgnanna.  
Ég kveiki á rauða takkanum og á tölvunni.  Geng upp stiga og hitti þar 
móður mína á efstu hæð (ég bý í kjallaranum). 
Móðir mín er greinilega föst í mikilvægum erindum þar sem hún segir ekki 
orð þegar ég geng upp.
Pabbi í vinnunni og systirinn litla að gera ekki neitt sem kemur mér aldrei á 
óvart.
Inni í herbergi systur minnar er stór ófreskja.  10 kíló.  82 cm á lengd frá 
skott til nefar.  53cm maga í hring.  Alger dúlla, sem sefur á rúmi Satans 
(sem er systir mín).  Þessi dúlla er Felis Domesticus.  Köttur, 5 og hálfs árs 
köttur sem rankar við sér þegar ég geng inn.  
Náttúrulega öskrar systir mín að ég muni mæta hryllilegans dauðadags ef 
ég fjarlægi ekki sjálfan mig eins og skot úr herbergi hennar.  Í þetta skipti 
læt ég ófreskjuna eiga sig og fer aftur þar sem mamma situr.  Ég fattaði þá 
að mamma væri í símanum og hlustandi sem kom mér ei á óvart heldur.
Ég sé að módemið er laust, þannig ég tek það og fer niður og tengi það 
við tölvuna mína og fer á netið og msn.  Og má ekki gleyma að það er 
lokapróf á morgun.  En það er enska svo ég segi við sjálfan mig:  ´Til 
djúpar holu elds og Lúsífers og brenna þar til langans tíma og ei koma 
aftur´.  Sem þýðir að ég ætti einhvern veginn aað koma ensku bækunum til 
helvítis og láta þær vera þar og brenna.  En reyndar þýðir þetta einfaldlega 
´Fuck it´ þar sem ég kann ensku og get talað ensku eins og Breti.  
Ég er á netinu.  Mér leiðist að mestu svo ég ræsi iTunes og fer að hlusta á 
tónlist.  Ég er svo mikið nörd að ég set á kvikmyndatónlist úr Lord of the 
Rings:  Return of the King sem ég fékk í gær.  Ég fer á kvikmyndir.is og sé 
að nafn mitt á top tíu gagnrýnenda er enn á tíunda sæti og sé að gagnrýni 
mín er ekki enn komin.  
Svo allt í einu byrjar hurðin mín að ýskra, eins og eitthvað sé að reyna að 
ráðast inn.  Svo heyrist :  Mjá.  Opna ég og birtist ófreskjan sem að öllum 
líkindum vill athygli þar sem kvikindið er athyglisjúkt eða mat eða fá að 
sleppa úr klóm Satans og fá að sofa inni hjá mér.  En eins og í 90% 
tilvikum vill hann mat.  Hann er svo skelfilega vitlaus að hann fattar ekki að 
það er matur hjá honum uppi í eldhúsi en maður þarf alltaf að fylgja 
honum að matnum, eins og hann sé einhver háseti.  En þessi ófreskja er 
full af kæti og kímni….og fitu :)
Klukkan er nú 15: 45 og pabbi minn  sem er Jarðfræðingur brýst inn og 
tekur yfir tölvunni minni til þess að breyta netfangi mínu af einhverjum 
ástæðum.  Það tekur hann oftast eina mínútu að finna system prefrences 
hann er svo litblindur.  Hann er svo íhaldsamur að hann breytir öllum 
stjórntökkum og ferlum tölvunnar svo það henti honum og í hvert skipti 
sem ég reyni að segja honum eitthvað.  ´ÞEGIÐU!´.   ´FARÐU AÐ LÆRA´.  
HELVÍTIS ÓNYTJUNGATÖLVA´.  Svo þegar hann fer er tölvan allt í einu 
orðin sjálfsmeðvitund og byrjar að segja mér að skera úr mér augun fyrir 
kicks.  Ég sem hélt smá í sjálfsdómgreind og náði að stöðva hægri hönd 
mína sem hélt á skærum sem ætlaði beint á vinstri augað.  Mín sterkari 
vinstri hönd stöðvaði það sem betur fer og hægri hönd mín og vinstri urðu 
aftur vinir og töluðu við vinstra augað mitt lengi um lífið og dauðann og hve 
skrítið lífið er.
Svo svona feidaði út tilvist mín í nokkra tíma……
Ég dreymdi um að fremja fjöldamorð í Bandaríkjunum.  Og að ég gæti farið 
til Tunglsins til að fá ost, en svo gerðist það að ég vaknaði og fann að 
ófreskjan lá teppinu fram á gangi, breiddur úr sér.  Alveg heill metri á 
lengd þá.   Svo gerist það að ég fór að læra Jarðfræði fyrir próf á 
mánudaginn.  Oh hvað það er gaman að lesa um Megineldstöðvar og 
einhver setlög og steindir sem einhverjir snillingar ákvuðu að segja frá.  
Mér leið eins og Shelob.  Shelob sem er annar Hugari.  Mér leið eins og 
hann.  
Svo fer ég að skrifa grein á huga um hvað gerðist þennan dag.   Því miður 
þá var þessi dagur eins og allir hinir.  Ekkert sérstakt ekkert einstakt nema 
að mér hefur aldrei dreymt um ost :)
                
              
              
              
               
        








