Osó hét feibli sem gekk alltaf í andstæða átt við sólina. Hann var fölur eins og snjórinn og hafði augu eins og hafið. Á höfðinu hafði hann rauðan hatt úr stráum og með vinstri hendi studdi rétthentur maður sér við eikar staf sem hann kallaði Bon.
Osó og Bon höfðu gengið árum saman, yfir fjöll og í gegnum skóga. Meðfram bökkum strandanna og yfir slétturnar sem sofa. Þeir höfðu gengið á enda heimsins, til Yevaket og séð steinanna gráta í Lífsstrauminn og nú lá leiðin að síðasta áfangastað allra feibla. Fjallið Redem… og á þessum tíma sem Osó gekk á ísnum hugsaði hann. “Eitt sinn var sögð saga um manninn frá Yevaket. Heimur sem lifir, slíkur er draumur allra barna heimsins."