Þetta er fyrsti kafli í sögu sem ég samdi fyrir nokkur, en ennþá hefur enginn lesið þetta fyrir mig og þess vegna ætla ég að biðja ykkur Hugara og lesa þetta yfir og segja hvert ykkar álit er, hreinskilningslega. Takk :D

—————————–

Eitt og eitt tré á stangli, en margir runnar sem myndu vaxa út um allt og hertaka heiminn ef mannfólkið væri ekki það grimmt að drepa þá. Girðingar hljóta að vera verk djöfulsins í augum runnanna. Ég er mikill áðdáandi að blómum og þá sértsaklega runnum sem eru skreyttir blómum, eins og ég var eitt sinn skreytt með blóm í hárinu mínu þegar ég var lítil og átti að vera sæt því jólin voru að fara að koma. Ég man eftir því þegar ég taldi dagana til jóla. Alveg frá 160 og niður. Þá var gaman að lifa, engir reikningar, ekkert ves og engin skóli og alls engin ábyrgð. Lífið byrjar þannig að maður er lítill og allir elska mann og vilja gera allt fyrir mann og það er kraftaverk ef maður segir eitt orð og þegar maður nær að labba nokkur skref. En svo þegar maður fer að eldast og þá er manni sagt að þegja og sitja kyrr. Hvað er réttlætið í því?

“Ahh, ahh, AHH, ahhhhhhhhhh”! Hvað í ósköpunum er þetta eiginlega? Segi ég við sjálfan mig þegar ég vakna þennan miðvikudag um miðjan októer. Það tekur mig ágætis tíma að opna augun og nudda stírurnar úr augunum. Ég næ loks að vakna almennilega og þá rennur það upp fyrir mér hvaða þetta viðbjóðslega hljóð er sem vakti mig. Nágrannarnir í íbúðinni við hliðin á mér eru að stunda samfarir og klukkan er rétt yfir sex að morgni. Oj barasta. Ég fer á fætur og klæði mig, fyrst í nærbuxurnar. Ég hef nefnilega byrjað á þeim sið að sofa alsnakin eða bara í víðum bol, vegna þess að ég las einhvers staðar í blaði að það er hollt að leyfa píkunni sinni að anda. Ég renni Diesel gallabuxunum mínum upp um mig og skelli mér í brjóstahaldarann.

Ég fer fram inn í eldhús og teygi mig upp í skáp og næ mér í skál, opna ískápinn og sé að hann er tómur, galtómur. Ég finn samt smá mólkurdreytil í einni fernu aftast þegar ég hef skoðað allt inn í þessum ískápi bæði hátt og látt. Ég sest við eldhúsborðið og sturta cheeriosi í skál og helli mjólkinni yfir og byrja að blaða í gegnum Moggann. Kosningar, kosningar og ennþá meiri kosningar. Er ekkert spennandi að gerast í þessu landi eða? Spyr ég sjálfa mig en auðvitað er lítið um svör frá sofandi spegilmynd minni sem myndast í brúnhvítri mjólkinni. Þegar ég er búin að skoða allann Moggann fer ég fram og hlunka mér fyrir framan sjónvarpið, uppvaskið má bíða þanga til á morgun, já eða bara hinn daginn.

Ég er með brjálaðan höfuðverk, líklegast útaf þynnku. Það er ekkert gáfulegt að fara á djammið þegar maður á að mæta í vinnu næsta dag, en ég fór samt og skemmti mér yndislega. Ég var svo full að ég man varla eftir kvöldinu, ég man þó það að ég dansaði mikið og drakk alveg helling. Ég hitti sætan strák, eða mig minnir að hann hafi verið sætur. Við vorum eitthvað að daðra þegar hann bauð mér í glas og svo í dans. Ég þáði bæði með þökkum og sagði eitthvað við hann sem ég man alls ekki hvað var. Við dönsuðum við nokkur lög og drukkum mörg glös af víni eða allavega ég. Þegar klukkan var að verða eitt, bauð þessi herramaður mér upp á herbergi en ég man að ég þverneitaði. Síðan sprakk ég úr hlátri og frussaði öllu því sem upp í mér var framan í hann þegar hann setti upp þennan aulasvip. Ég sá hann ekki aftur.

Klukkan var það mikið að ég ætlaði að fara að drífa mig heim, en þurfti fyrst að fara á salernið. Ég tróð mér í gegnum mannþrönginn og snerti marga líkama og fann að margir strákar voru að hugsa um eitthvað annað en mömmu sína. Eftir mikil erfiði kom ég mér loksins inn á salernið, það lá við að ég hryndi inn um dyrnar vegna þess hve margir voru fyrir framan dyrnar. Þegar ég komst inn þá var auðvitað öll klósettin upptekin og ég varð að gjöra svo vel að bíða, en það var mjög takmarkað hversu lengi ég gæti haldið í mér. En hvað var þetta sem ég heyrði? Voru einhver að ríða inn á einu klósettinu? Þetta var einum of fyrir mig, ég gjörsamlega missti mig og hló mig máttlausa og meig á mig í leiðinni. Ég gat bara ekki haldið inn í mér lengur. Ég man samt ekki hvað var svona fyndið, en þetta var skemmtilegt kvöld þó ég sé að borga fyrir það núna með þessum dúndrandi höfuðverk.

Hver ætli hafi verið að stunda samfarir í morgun og vakið mig? Æjji hver veit?
Ég slekk á sjónvarpinu og geng inn á baðherbergi. Kveiki á sturtunni. Ég leyfi vatninu að hitna meðan ég set sjampó í hárið á mér. Þegar vatnið er orðið nógu heitt þvæ ég sjampóið úr og þurrka mér svo. Meðan hárið er að þorna, klæði ég mig í afgangin af fötunum og leita af sokkunum mínum. Ég leita og leita, en ég get ekki fundið þá. Ég lít undir rúm, engir sokkar. Þeir eru ekki á stólnum við hliðin á rúminu og ekki nein staðar inn í herberginu. Ég lít upp í loft og hvað sé ég? Kinda sokkarnir mínir hanga í ljósakrónunni, hvernig sem í ósköpunum þeir hafa komist þangað.

Ég lýk við að klæða mig og fer aftur inn á bað og greiði mér. Ég er með brúnt, sítt hár, það er aðeins krullað og mjög þykkt. Ég skelli hárinu í hnút og set í það teygju. Þá er komið að því að mála mig. Þegar ég lýt í spegilinn þá er ég þó nokkuð ánægð með það sem ég sé, en ég væri ánægðari ef ég myndi missa ein 3 eða 4 kíló. Ég er með brún augu og húðlitur minn er dökkur, vegna þess að pabbi minn er svertingi. Ég er því einhvers konar blendingur, en ég hef aldrei séð föður minn. Eina sem ég veit að mamma varð ólétt af mér þegar henni var nauðgað af svörtum hermanni sem stoppaði á Íslandi í aðeins tvo daga eða svo.

Mamma mín fékk aldrei hjálp eða bætur fyrir það sem hún lenti í. Hún var þunglynd allt sitt líf, en ætlaði ekki að gefast upp. Hún ætlaði að koma einka dóttur sinni í gegnum menntaskóla og það gerði hún með miklum sóma. Ég lauk stúdents prófi úr Menntaskólanum við Hamrahlíð fyrir tveim árum. Viku eftir útskriftina mína þá fyrirfór mamma mín sér. Ég sakna hennar sárt, en ég veit að hún hefur fundið friðinn núna.

Ég er tilbúin í vinnuna, eða hvar eru lyklarnir. Ég sting hendinni í vasann og þar eru þeir, en hvar eru gleraugun mín. Ég hef dauðaleit að gleraugunum mínum og þegar ég hef leitað í dágóða stund kemst ég að því að þau eru þar sem þau eiga að vera, á nefinu á mér.

Ég geng fram á ganginn og meðan ég er að læsa hurðinni að íbúðinni minni, heyri ég að einhver er að bjóða mér góðan daginn. Ég sný mér við og sé að það er Sigrún gamla. Hún er að verða komin á sjötugsaldurinn, en hún og maðurinn hennar eru voða hress miðan við aldur. Ég býð góðan daginn, en ræð ekki við þá hugsun um hvort hún hafi verið þessi sem stundi svona agalega í morgun. Ég skelli uppúr, þvílik vitleysa sem manni getur dotið í hug. Ég segi við Sigrúnu að ég hafi verið að hlægja af brandara sem ég las í Mogganum í morgun og hún tekur það gott og gilt. Ég geng að lyftunni og þrýsti á hnappin sem á stendur ,,KJALLARI”. Sigrún snýr sér við og gengur í burtu og ég kemst ekki hjá því að taka eftir rökum bletti í kjólnum hennar með hvítum kekkjum í. Ég sný mér við og æli öllu upp úr mér sem ég lét ofan í mig í morgun. Gólfið fyrir framan lyftuna var þakið cheeriosi og ógeði. Ég skamaðist mín niður í görn. Ég fór inn í íbúðina og náði í tusku og hreinsaði æluna upp. Ég á aldrei eftir að líta á Sigrúnu og manninn hennar með sömu augum aftur. Þau eru fólk á sjötugs aldrinum for crying out loud. Ég get ekki lokað augunum því ég sé þetta alltaf fyrir mér aftur og aftur.

Ég verð að drífa mig í vinnuna, en eitthvað segir mér að þessi dagur á ekki eftir að verða eins og aðrir dagar. Þegar lyftan komst loksins niður í kjallara eftir óeðlilega langa tíma þá hleyp ég út á götu. Ég sé allt fólkið á leið í vinnuna en ég heyri samt ekkert annað en stunurnar í Sigrúnu. Ég verð að komast í burt, langt í burtu. Ég byrja að hlaupa. Ég hleyp og hleyp. Ég hleyp alla leið út í sveit og stoppa þar til að ná andanum, lafmóð og rennsveitt. Mér líður samt ekkert betur svo ég hljeyp aftur að stað. Lengra, lengra í burtu. Allt í einu er ég komin á sama stað og ég byrjaði, fyrir framan blokkina þar sem ég bý.

Fór ég kannski aldrei neitt, hafði ég ekki færst úr stað allan þennan tíma? Var klukkan ennþá það sama og áður. Hvað vissi ég um það? Ef tími og staður ruglast þá er ekki hægt að skynja muninn á raunveruleika og því sem ekki er að gerast, ekkert er það sem það er og enginn er á einhverjum sérstökum stað. Ekkert er ekkert og allt er ekkert. Hvar er sú lína sem er dregin á milli þess sem gerist og ekki? Getur það verið að hægt er að ferðast í tíma en færast ekki úr stað, fara milli staða þeggar tíminn stendur í stað? Hljóp ég það hratt að ég hreyfðist ekkert? Hljóp ég það hratt að tíminn náði ekki að mæla hreyfingar mínar og hann breytist ekkert, heldur er fastur í sama sporinu. Lífið er flókið og engum á eftir að takast að leysa það.

Í miðjum hugsunum mínum tek ég eftir því að mér er hrikalega kalt, og ég finn fyrir köldum regndropum renna niður eftir bakinu mínu. Það er byrjað að rigna eins og oft áður í þessari borg, Reykjavík. Hvað er klukkan, hvað er ég búin að standa þarna lengi. Eða stutt? Ég renni erminni upp að olnboga og lýt á úrið mitt 8:23, það er sem sagt um klukkustund liðin frá því að ég lagði af stað í vinnuna þangað til ég náði að ná réttum áttum á tilverunni.

Ég skil ekki upp né niður í mér, ég er í eintómri vitleysu og þvælu. Auk þess er ég orðin 23 min. of sein í vinnuna og ég átti eftir að taka strætó niður í bæ. Ég verð aldrei komin inn á skrifstofuna fyrr en klukkan níu. Anskotinn, það er miðvikudagur í dag og ég er að mæta í fjórða skiptið of seint í þessari viku, samt vinn ég bara 5 daga vikunnar, þvílikt vesen. Ég er í góðri vinnu á skrifstofu sem sér um bókhaldið fyrir mörg aðal fyrirtækin hér í borginni, ég var mjög heppin að fá þetta starf en ég er ekki búin að standa mig alveg nógu vel varðandi mætingu og fleira.

Ég sit í strætó á leið niður í bæ og horfi á regndropana. Regnið hrynur úr himninum og myndar stóra polla við gangnstéttabrúnirnar. Hver dropi af þeim milljón sem lenda á afmörkuðum stað á hverri sekúndu er sérstakur. Sérstakur og ólíkur öðrum eins og mannfólkið er. Hver dropi var hluti af heilli heild en nú er hann einn. Aleinn. Mér líðir eins og regndropa þar sem ég sit hér ein og er á leið í vinnuna, líklegast til að láta reka mig en ég bið til Guðs um eitt tækifæri enn. Ég á það skilið. Droparnir halda áfram að hrynja úr loftinu og ég verð gegn blaut um leið og ég stýg út úr strætó-num.

Þegar ég stend fyrir utan dyrnar lít ég upp í himinninn og sé að allt er orðið kolsvart, það stefnir í þrumuveður. Ég stend í smá stund fyrir utan skrifstofuna mína og reyni að telja mig í kjark til að ganga inn og horfast í augu við það að ég verð líklegast rekin. Bíll kemur á miklum hraða eftir götunni en bílstjórinn sér ekki litla kisann. Ég reyni að segja kisanum að fara af götunni en hann hlustar ekki á mig. Ég heyri bílinn nálgast og kisinn loksins valhoppar í burtu. Ég get andað léttara en þá keyrir bíllinn framhjá. Hann keyrir ofan í poll sem skvettist yfir mig alla. Nú er ekki þurr þráður á mér og ég er að fara í vinnuna.

Dyravörðurinn hleypir mér inn í bygginguna og býður mér góðan dag, ég hummla eitthvað tilbaka sem líkist ,,hæ”. Ég dreg djúpt að mér andann því nú er komið að því að tala við forstjórann minn og biðjast afsökunar á því hversu sein ég er. Ég banka á dyrnar hjá honum og ég heyri varla mínar eigin hugsanir vegna þess hve hratt hjartað slær. Mér er bóðið að koma inn og ég tek boðinu og geng inn. Kristján forstjóri snýr baki í mér, þegar ég geng inn og það er bara merki á eitthvað vont. Kristján snýr stólnum í átt að mér og segir mér að setjast. Hann er þungur á brún og ég fæ mér sæti en er með öndina í hálsinum og hjartað í buxunum.
———————-
Joey: Oh! Sorry… did I get you?