Einu sinni var lítil stelpa sem hét Sara
og var 8 ára gömul.
Sara átti fáa vini og var stundum einmanna.
Þegar hún var í skólanum var hún alltaf ein út í horni
og var alltaf að tala við eitthvern sem var ekki þarna.
Eitt skiftið fannst kennaranum þetta svo skrítið að hann
spurði Söru við hvern hún væri að tala við. Hún sagðist
vera að tala við stelpu sem hét Rakel og hún væri besta
vinkonan hennar. Kennarinn spurði hvar hún ætti heima og Sara
sagði að hún vissi það ekki, hún talaði bara við hana í skólanum.
Kennarinn bað Söru að spyrja Rakel hvað pabbi hennar hét.
Sara sagði að hann hét Stefán. Kennarinn fór svo á netið
og byrjaði að leita um 8 ára stelpu sem hét Rakel Stefánsdóttir.
Svo eftir smá stunda leit fann hann að Rakel var drepinn á
skólalóðinni fyrir 15 árum.
Kennarinn vissi ekki hvað hann ætti að gera svo hann sagði upp
sem skólastjóri og flutti burt.