Þessi bútur gæti verið byrjunin á all kaldranalegri vísindaskáldsögu sem ég hef í hausnum. Ætti maður að halda áfram? :)



Rigningin virðist aldrei ætla að hætta. Fólk fæðist inn í þessa rigningu og deyr í þessari rigningu. Í helvíti rignir eflaust líka, þeas ef þetta er ekki þegar helvíti. Þungar drunur frá regndropum er berja sundurskotið lok lekrar ruslageymslu fyllir upp í óreglulegan niðin frá einstaka svifbíl sem þýtur framhjá og stundarkorn fylla framljós upp í skítugt portið. Hingað kemur enginn án þess að neyðast til þess. Áður ráfuðu dópfíklarnir hingað til að komast í daglegt heróínhimnaríki eða bara til standa stjarfir af synthamfetamíninu sínu. Svo eru til þeir sem þurfa að búa hérna, eins og ég. Ég bý í íbúð á þriðju hæð í húsi sem er mun örugglega leka niður með næsta skýfalli, amk finnur maður fá skjól þó maður sé innandyra. Það er samt hægt að komast í kringum hlutina ef maður hefur ekki efni á að laga þá. Ég reddaði mínum vandamálum með því að kaupa tugi metra af ódýru byggingaplasti og fjúsaði við loftið á íbúðinni, svo lekur allt eftir plastrennu út um opinn glugga á helvítis fíklana sem héldu að þeir hefðu reddað sér skjóli undir brunastiganum. Sniðugur ég ekki satt?
Annars bjó ég mun betur en þetta, ég var sko erfðahönnuður, eða er. Segjum atvinnulaus erfðahönnuður fyrir lífstíð. Að minnsta kosti í þessu landi nema ég kaupi mér mér nýtt andlit og augu fyrir skannana, og hvernig ætti fátækur aumingi eins og ég að hafa efni á því? Ég var heppinn að fá vinnu í þessari ólöglegu kjötbúð sem ég hef stritað í síðastliðin 7 ár. Það er heilladísunum að þakka að búðin skuli enn starfa þrátt fyrir kjötbannið. Ég borða kjöt en þar sem kjötát er orðið jafn sakhæft og eiturlyfjaneysla fer ég bara hægt með það.
—–