Ég man þegar við vinirnir vorum að ganga meðfram laugarveginum og við göngum framhjá e-h kaffihúsi..sem ég man ekki hvað heitir..! Þegar við gengum framhjá því rak vinur minn augun í ?mongólíta?? Við, sem vorum ung og ákaflega lítt fróð um þetta fólk, gerðum ekkert annað en að benda og hæðast að þessum manni..sem án alls efa tók strax eftir að við vorum að gera grín af honum? Það skipti okkur samt engu máli..! Þetta var ekki eina skiptið sem þetta skeði.. Við sáum fullt af ?þessu fólki? þegar við vorum á gangi um borgina.. Alltaf var það sami brandarinn.. Þetta var bara svo drepfyndið..án þess að hugsa okkur tvisvar um.. Við bara skelltum uppúr og bentum eins og okkur lysti?! Vinkona okkar var hins vegar ekki á sama máli.. Hún fann til með þessu fólki.. Hún tók aldrei þátt í þessu með okkur? Hún þekkti líka slatta af ?svona fólki?..! Við samt sýndum því engan skilning.. Við eiginlega álitum hana skrítna..að geta ekki tekið þátt í einnar mínotna gríni..ég meina.. C´mon! Árin liðu og aldrei skildum við að þetta var ekkert grín..! Við vorum öll orðin svona frekar þroskuð..nema á þessu sviði..flest komin í samband..og orðin ástfangin..! Einn daginn tilkynnir vinur okkar okkur að hann og kærastan eiga von á barni.. Vá.. Þetta voru stórar fréttir hjá vinahópnum.. Við urðum að sjálfsögðu öll ótrúlega ánægð og hamingjusöm fyrir þeirra hönd..! Þegar það voru liðinir 5 mánuðir af meðgöngu kemur vinur minn til mín..og segir mér að það sé ekki allt með felldu.. Að læknirinn hafi sagt að barnið væri með e-h sem kallast dánsheilkenni? Þegar hann segir mér þetta þá svona e-h ætla ég mér að skilja hann en skil ekki alveg hvað hann er að fara.. og spyr þess vegna..,,Dánsheilkenni..hvað er það..?? Hann útskýrir..og fer að rifja upp gömlu góðu dagana.. Ég trúði þessu ekki! Gat það verið.. Ég varð hálf lamaður í smá tíma.. Og vinur minn var ekkert minna laðmaðari en ég… 9 mánuðir liðu..og einn daginn fáum við þær fréttir að þau séu farin upp á sjúkrahús.. Að nú sé komið að því..! Tveimur dögum síðar ákveðum við að fara og kíkja á litla engilinn.. Þegar við erum komin þangað þá sjáum við að móðirin heldur á barninu.. Það var strákur.. Er við litum öll augum á drenginn fylltumst við öll sektarkenndar..
Eins manns rusl er annars manns fjársjóður…