I only dream in black and white,
     I only dream ‘cause I’m alive.
     I only dream in black and white,
     To save me from myself
     - Dream of Mirrors, Iron Maiden
     
Finnur vaknaði með andköfum. Hann hafði aldrei dreymt svona illa. Þetta var
ólýsanlegur draumur. Þad gerðist svo mikið í einu að það var engin leið fyrir
nokkurn mann að höndla þennan draum. Kannski var það þess vegna sem Finni
fannst þetta svona vondur draumur. Hann dreymdi alltaf svona drauma þegar
hann var veikur (sérstaklega þegar hann var með flensuna), en núna var hann við
hestaheilsu, og það gerði þetta enn skrýtnara.
Finnur drattaðist á fætur. Það var ennþá myrkur. Það þýddi að þetta var mjög
snemma morguns þar sem þetta var seint í ágúst. Myrkrið nýbyrjað að einkenna
næturnar aftur, eftir tvo mánuði af yndislegum degi. Þvílíkur léttleiki var það í
sólinni að leyfa nóttinni aldrei að komast að á sumrin, þvílík unun ad eiga heima á
svona stað.
Það var mjög hljótt í herberginu og Finnur hugsaði með sér að hann ætlaði ekki
að fara aftur að sofa í dag, “Best að nýta daginn bara”, muldraði hann með sjálfum
sér. Hann hefur frá barnsaldri haft þann kæk að tala upphátt við sjálfan sig og
þetta var alltaf álitin svolítil sérviska af nánustu ættingjum. Þegar Finnur eldist þá
náði hann tökum á kæknum. En þó ekki alveg.
Hann ákvað að hlusta á nýjasta geisladiskinn sinn. Gegnum heyrnartól samt, því
foreldrar hans voru í herberginu við hliðina á honum og tækju eftir því ef hann
væri spilandi í botn með flottu græjunum sem hann fékk í fermingargjöf, því það
eina sem skildi á milli herbergjanna var þunnur veggur. Finnur gældi oft vid þá
hugmynd að berja í vegginn til að athuga hvort hann næði í gegn, en hræðslan við
sársaukann hélt honum frá því.
     
“Þvílíkur söngvari!” hugsaði hann á meðan hann hlustaði áfram á Iron Maiden.
Finnur hefur haldið mikið upp á þá síðan hann kynntist þessari tónlist. Hann hefur
hinsvegar alltaf verið alæta á tónlist og hlustað á það sem hentaði honum hverju
sinni. Herbergið hvarf í huga hans og hann ímyndaði sér að hann væri á
rokktónleikum, Bruce Dickinson hífði hann upp á svið, rétti honum hljóðnema og
léti hann syngja með sér hvern klassann á fætur öðrum. Að syngja með Iron
Maiden hefur verið draumur Finns síðan hann var 12 ára, og hefur Bruce verið
átrúnaðargoð hans alveg síðan.
Sólin reis upp og rauðleitt ljós læddist inn um gluggann eins og síróp. Finnur
hvarf frá dagdraumum sínum og klæddi sig í föt. Hann datt um góltepppið.
“Djíses, ég verð að fara að taka til hérna!!!”, hugsaði hann um leið og hann steig á
Andrésblað.
Leiðin hans að ísskápnum var óvenjulöng. Kannski var það þreytan sem gerði
honum erfiðara að hreyfa sig en venjulega, eða þá að hann hafði ekki hugann
allan við gönguna útaf öllum hugsunnunum og dagdraumunum sem þvældust
fyrir í kollinum á honum. Hvað hann var ad hugsa var honum hinsvegar óljóst.
Margar af þessum hugsunum komu fram aðeins í brotabrot af sekúndu. Samt sem
áður voru þær nógu langar fyrir Finn til að greina þær og þad. Kannski var þetta
ástæðan fyrir hægu göngulagi hans.
     
“Ætti ég að fara í bíó með Dísu í kvöld? Hvaða mynd? Æjj, það er of snemmt að
pæla í þessu núna”.
Finnur rifjaði upp þann dag sem varð fyrst hrifinn af Dísu. Þau höfðu aldrei tekið
eftir hvoru öðru þótt þau höfðu verið saman í bekk síðan í þriðja bekk. En af
einhverjum ástæðum töluðust þau aldrei við fyrr en í bekkjarskemmtun sem var
haldin seint í fimmta bekk. Finnur hafði sett upp litla tískusýningu sem innihélt
allan bekkinn. Þetta var jafn mikil skemmtun fyrir foreldrana sem horfðu á og fyrir
bekkinn sýndu. Það var greinilegt að Dísa hefði tekið eftir atorkusemi Finns. Eftir
sýninguna skiptust þau á saklausu daðri, og þegar bekkjarskemmtuninni lauk
voru þau næstum alltaf saman í tiltektinni.
Þad sást að þau pössuðu saman eins og púsluspil og enn þann dag í dag hafa þau
verið saman.


Framhald síðar…